fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Lilja vill að bankarnir noti ofurhagnað sinn til að styðja við heimilin – Opnar á endurnýjun bankaskattsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 08:00

Lilja Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, telur að í ljósi ofurhagnaðar bankanna þá eigi þeir að styðja við heimilin og fyrirtækin í landinu sem sjá fram á hærri vaxtabyrði vegna vaxtahækkana Seðlabankans.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Lilju að bankarnir séu að skila ofurhagnaði og hann aukist í kjölfar hækkunar stýrivaxta. „Ég tel að það eigi að nota þennan ofurhagnað til að greiða niður vexti fólksins í landinu,“ er haft eftir henni.

Aðspurð sagði hún ekki óeðlilegt að fjármálastofnanir skili hagnaði en þetta sé gríðarlega mikill hagnaður, til dæmis hafi Landsbankinn hagnast um 30 milljarða í fyrra. „Þetta er hins vegar ofurhagnaður og til þess að við öll, samfélagið, komum vel út úr faraldrinum þurfum við að jafna byrðarnar,“ sagði hún.

Lilja sagðist telja að það sé samfélagslega ábyrgt af bankakerfinu og fjármálastofnunum að styðja við samfélagið á leið út úr faraldrinum. „Það skeið er að hefjast með því að Seðlabankinn er að hækka stýrivexti til að slá á hækkun vísitölu neysluverðs og við vitum auðvitað hvað drífur hana áfram – það er húsnæðisliðurinn – og við eigum líklega eftir að sjá meiri vaxtahækkanir. Ég tel því mjög mikilvægt að ákveðin heimili, sérstaklega ungs fólks og tekjulágra, sitji ekki eftir með svarta pétur. Það er því betra að bankarnir komi strax inn í þetta og fari að huga að heimilunum í landinu og ef bankarnir finna ekki einhverja lausn á því tel ég að við ættum að endurvekja bankaskattinn,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi