fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Þórdís Lóa sækist áfram eftir oddvitasæti hjá Viðreisn í Reykjavík

Eyjan
Föstudaginn 4. febrúar 2022 10:20

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður Borgarráðs, býður sig fram til þess að leiða lista Viðreisnar áfram í komandi prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu til fjölmiðla nú í morgun.

„Ég brenn fyrir borg sem rúmar fjölbreytta flóru einstaklinga – opnu og frjálsu samfélagi sem tekur stór skref í átt að raunverulegum aðgerðum í loftslagsmálum, húsnæðismálum, skipulagsmálum,  skóla- og velferðarmálum. Öll mín hugsjón miðar að endingu að lifandi og skemmtilegri borg. Þessi mál vil ég nálgast með jafnrétti og mannréttindi að leiðarljósi, fyrir mér er það aldrei kvöð og kostnaður fyrir samfélagið, heldur tækifæri og alvöru fjárfesting,“ segir Þórdís Lóa í tilkynningunni.

Hún bendir á að hún hafi  víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, af hagsmunabaráttu og stjórnun stærri og minni fyrirtækja ásamt því að hafa í áratug stýrt velferðarþjónustu í Reykjavík.

„Þetta  kjörtímabil hef ég leitt starf Viðreisnar í borginni og lagt mig fram við að skoða ólík sjónarmið til að komast að farsælum lausnum. Framtíðin leynist í samvinnu margra flokka, og ég bý yfir yfirsýninni sem þarf til að sú samvinna beri árangur. Með þá þekkingu og reynslu í farteskinu langar mig að byggja frjálst og réttlátt borgarsamfélag. Þess vegna býð ég fram krafta mína í komandi sveitarstjórnarkosningar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi