fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Sigríður telur að gildandi sóttvarnaaðgerðir standist ekki lög

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. janúar 2022 09:00

Sigríður Á. Andersen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, telur að lagaforsendur sóttvarnaaðgerða séu ekki lengur fyrir hendi. Hún bendir á að samkvæmt þriðju málsgrein 12. greinar sóttvarnalaga sé kveðið á um að ekki megi beita sóttvarnaráðstöfunum nema brýna nauðsyn krefji til að vernda líf og heilsu fólks og að við beitingu ráðstafana skuli gæta meðalhófs og jafnræðis og taka tillit til annarra verndarhagsmuna.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Mér hefur fundist mjög mikið hafa skort upp á raunverulega rannsókn á sóttvarnaaðgerðum, bæði áður en gripið er til þeirra og einkum og sér í lagi eftir að þeim er aflétt, þannig að hægt verði að leggja mat á það hvort þessar aðgerðir hafi skilað raunverulegum árangri,“ er haft eftir henni.

Hún benti á að með tilkomu Ómíkronafbrigðisins hafi innlögnum á sjúkrahús fækkað hlutfallslega og enn færri hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu. „Það hafa ekki að mínu mati verið lögð fram sannfærandi gögn í dag um að þessar aðgerðir séu settar fram af brýnni nauðsyn,“ er haft eftir henni og sagðist hún hér eiga við aðgerðir innanlands og á landamærunum þar sem mismunandi reglur gildi fyrir óbólusetta og bólusetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“