fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Bretar sendu vopn til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 14:00

Vopnasendingin komin til Úkraínu. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin hafa sent Úkraínumönnum vopn og hafa hvatt aðrar NATO-þjóðir til að gera hið sama. Bretar brugðust jákvætt við þessu og sendu nýlega vopn til Úkraínu. Þetta eru vopn sem er hægt að nota gegn rússneskum skriðdrekum ef Rússar ráðast á Úkraínu.

„Við höfum ákveðið að láta Úkraínu hafa létt skriðdrekavopn,“ sagði Ben Wallace, varnarmálaráðherra, í breska þinginu á mánudaginn. Hann skýrði ekki nánar frá hvaða tegund af vopnum um er að ræða eða hversu mikið af þeim var sent til Úkraínu.

Breskir fjölmiðlar segja að líklega sé um vopnakerfið NLAW að ræða en það er háþróað og eitt skot getur eyðilagt skriðdreka úr 800 metra fjarlægð og skotin bora sig í gegnum 500 mm þykka brynvörn. Það vegur 12,5 kíló og heldur notandinn því upp að öxl sinni þegar hann skýtur. Einn hermaður getur séð um það.

Vopnin komu til Úkraínu á mánudaginn ásamt litlum hópi breskra hermanna sem á að kenna úkraínsku hermönnum hvernig á að nota vopnið.

Wallace sagði að ekki væri um árásarvopn að ræða og það ógni Rússum ekki en Úkraínumenn geti notað það til að verja sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða