fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Skortur á orku yfirvofandi hér á landi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn sendu umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Orkustofnun út neyðarkall til raforkuframleiðenda hér á landi. Ástæðan er ótti við að það komi til orkuskorts.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Segir blaðið að málið snúist um afhendingu á orku frá 1. febrúar til 1. júní umfram það sem raforkuframleiðendur hafa skuldbundið sig til að afhenda. Orkustofnun óskaði eftir upplýsingum frá raforkuframleiðendum um framleiðslugetu þeirra og hvort þeir geti brugðist við yfirvofandi orkuskorti. Segir stofnunin að spurt sé að þessu „svo komast megi hjá að rafkyntar hitaveitur á köldum svæðum þurfi að nota olíu í stað umhverfisvænnar raforku,“ en Morgunblaðið er með bréfið undir höndum.

Það er mikil eftirspurn eftir raforku um þessar mundir og vatnsstaða í miðlunarlónum slæm og hjá sumum framleiðendum er framleiðslugetan skert.

Orkustofnun kallar jafnframt eftir hugmyndum og tillögum sem geta stuðlað að betri nýtingu á raforkukerfinu og hraðari orkuskiptum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða