fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Viðreisn vill fá skýrslu frá ráðherrum um sóttvarnatakmarkanir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. janúar 2022 09:55

Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðreisn hefur lagt til að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu samdægurs í kjölfar breytinga á sóttvarnareglum. Mikilvægt sé að forsendur takmarkananna séu ræddar á Alþingi.

Þetta kemur fram í bréfi sem Viðreisn hefur sent forseta Alþingis. Segir í bréfinu að það sé skylda þingsins að ræða aðgerðir sem hafa svo mikil áhrif á samfélagið. Mikilvægt sé að forsendur og röksemdir stjórnvalda fyrir aðgerðum hverju sinni séu ræddar á Alþingi.

Bréf flokksins til forseta Alþingis hefur verið sent til fjölmiðla og er svohljóðandi:

 

„Forseti Alþingis

Skrifstofu Alþingis

101 Reykjavík

Reykjavík, 17. janúar 2022

Virðulegi forseti,

Íslendingar hafa nú líkt og aðrar þjóðir búið við áskoranir af völdum Covid heimsfaraldursins í 2 ár.  Á upphafsstigum faraldursins vantaði mikið upp á að Alþingi fengi í hendur nauðsynlegar upplýsingar um forsendur þeirra sóttvarnaaðgerða sem gripið var til. Af þeirri ástæðu lagði þingflokkur Viðreisnar strax í nóvember 2020 fram ósk um að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu hálfs mánaðarlega um sóttvarnaraðgerðir. Þáverandi heilbrigðisráðherra varð við þessari ósk.  

Í upphafi árs 2022 virðist enn nokkuð í land í viðureigninni við heimsfaraldurinn og óvissa ríkir enn um hvenær ætla má að daglegt líf fólksins í landinu komist aftur í eðlilegt horf. Því óskar þingflokkur Viðreisnar eftir því að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra, og eftir atvikum aðrir ráðherrar, gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða eins fljót og auðið er í kjölfar þess að tilteknar sóttvarnaaðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda.

Óskað er eftir því að skýrslugjöfin feli í sér upplýsingar um forsendur að baki þeim ákvörðunum sem teknar eru hverju sinni, um fyrirhugaðan  árangur  og áhrif á samfélagið að öðru leyti. Samtímis upplýsi ráðherrar Alþingi um hvort, og þá hvaða, aðgerðir verða lagðar fram til að mæta efnahaglegum og félagslegum afleiðingum sóttvarnaaðgerða hverju sinni. Með þessu móti fá forsendur og röksemdir stjórnvalda hverju sinni markvissari umræðu á vettvangi þingsins.

  Stærstu verkefni og áskoranir í kjölfar heimsfaraldursins eru enn þrjú. Að verja líf, heilbrigði og ekki síst álag á heilbrigðiskerfi. Þá eru það jafnframt hinar gríðarmiklu efnahagslegu afleiðingar og gangverk atvinnulífs. Síðast en ekki síst eru það félagslegar þættir og líðan þjóðar á tímum langvarandi aðgerða. 

Á hinum pólitíska vettvangi hefur kastljósinu að mestu verið beint að samspili og valdmörkum milli heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Önnur grundvallarspurning varðar hins vegar samspil Alþingis og ráðherra. Það er ekki aðeins réttur þings að lýðræðisleg umræða fari fram um sóttvarnaráðstafanir ríkisstjórnarinnar sem hafa gríðarleg áhrif á samfélagið í heild sinni heldur er það beinlínis skylda þingsins að ræða þær og rækja þannig eftirlitshlutverk sitt gagnvart stjórnvöldum. Þessi skylda og réttur þingsins er enn ríkari þegar ástandið hefur varað svo lengi sem raunin er og nauðsynlegt er að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Forsenda þess að Alþingi geti sinnt þessu hlutverki sínu er hins vegar markviss upplýsingagjöf ríkisstjórnar.  

Það er full ástæða til að aukin aðkoma þings að þessu helsta viðfangsefni samfélagsins verði nú að veruleika með þeim hætti sem hér er lögð til.  

 

Fyrir hönd þingflokks Viðreisnar,

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
„Þú líka Brútus“
Eyjan
Fyrir 1 viku

104% hækkun húsaleigu á 10 árum – Aðeins 15% hækkun á meginlandi Evrópu á sama tíma segir Guðmundur

104% hækkun húsaleigu á 10 árum – Aðeins 15% hækkun á meginlandi Evrópu á sama tíma segir Guðmundur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“