fbpx
Fimmtudagur 19.maí 2022
Eyjan

Breskur tóbaksrisi beitir sér gegn löggjöf hér á landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tóbaksrisinn Britisth American Tobacco (BAT) vill að rafrettur, nikótínpúðar og aðrar nikótínvörur falli ekki undir ný tóbaksvarnarlög og að þau gangi ekki lengra en Evrópureglur segja til um.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í umsögn sem Marc Yang Lauridsen, yfirmaður ríkismála hjá BAT í Evrópu, sendi heilbrigðisráðuneytinu.

BAT er næststærsti tóbaksframleiðandi heims. Fyrirtækið framleiðir til dæmis Lucky Strike og Kent en einnig rafrettuvökva og nikótínpúða. Fyrirtækið eitt þeirra fyrirtækja sem tilheyra regnhlífarhugtakinu „Big tobacco“ og hefur það staðið í málaferlum og deilum um víða veröld.

Ekki liggur fyrir hvernig nýju tóbaksvarnarlögin verða en þau verða sett vegna Evróputilskipunar sem bannar meðal annars bragðbættar sígarettur.

Tóbaksvarnarráð hefur hvatt til þess að lagarammi verði settur um nikótínpúða. „BAT vill þó minna á að Ísland hefur nú þegar sett reglur, til að mynda bann við sýnileika, sem ekki hafa verið teknar upp í öðrum ESB-ríkjum eða ríkjum innan EESsvæðisins,“ segir í umsögn BAT sem vill ekki að íslensk lög gangi lengra en Evróputilskipunin. Einnig vill fyrirtækið að tóbakssalar fái góðan aðlögunartíma og að hvorki rafrettur né nikótínpúðar falli undir tóbaksvarnarlög. „Vörur á borð við rafrettur og nikótínpúða innihalda ekki tóbak og regluverkið þarf að vera þannig úr garði gert að reykingafólk hafi tækifæri til að láta af notkun tóbaks með því að skipta yfir í vörur sem eru minna skaðlegar,“ segir í umsögninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Stjórnarmynstrið gengur ekki upp

Björn Jón skrifar: Stjórnarmynstrið gengur ekki upp
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur“

„Líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Framtíð menntunar

Framtíð menntunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Niðurnítt umhverfi og slysagildrur í Öldutúnsskóla – „Undra mig á því að það líðist að hafa umhverfi barna svona“

Niðurnítt umhverfi og slysagildrur í Öldutúnsskóla – „Undra mig á því að það líðist að hafa umhverfi barna svona“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Auglýsing Vinstri Grænna í Hafnarfirði vekur athygli – „Setjum X við D“

Auglýsing Vinstri Grænna í Hafnarfirði vekur athygli – „Setjum X við D“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stóra undirskriftamálinu vísað til héraðssaksóknara – „Þetta er bara orð á móti orði“

Stóra undirskriftamálinu vísað til héraðssaksóknara – „Þetta er bara orð á móti orði“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Steinar gáttaður eftir samtal við þingmann – „Það er eins og þeir haldi að almenningur sem fylgist með sé sauðheimskur“ 

Jón Steinar gáttaður eftir samtal við þingmann – „Það er eins og þeir haldi að almenningur sem fylgist með sé sauðheimskur“