fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Ný leið fyrir íslenskar vörur inná erlenda markaði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. september 2021 14:26

Arnar Björnsson, stjórnarformaður BuyIcelandic, og Stefán Björnsson framkvæmdastjóri markaðstorgsins. Mynd / Bjarni Karl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt stafrænt markaðstorg með íslenskar vörur hefur nú verið sett í loftið á vefsíðunni buyicelandic.com. Markmiðið er að uppfylla þörf erlendra viðskipta sem vilja kaupa íslenskar vörur, hönnun eða framleiðslu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Telja sig uppfylla brýna þörf

„Markaðstorgið mun einblína eingöngu á íslenskar vörur og leggja áherslu á að ná til erlendra viðskiptavina. Nú getum við boðið þeim, sem selja íslenskar vörur, vettvang til að opna sína eigin netverslun inná markaðstorginu með lítilli fyrirhöfn eða áhættu og nýta sameiginlega markaðssetningu á þeirri öflugu ímynd sem íslenskar vörur hafa. Við teljum okkur vera að uppfylla brýna þörf fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Arnar Björnsson, framkvæmdastjóri Stafræns Markaðstorgs ehf. sem stendur að verkefninu.

Að sögn Arnars geta seljendur stækkað markaðssvæði sitt og nýtt tímann sinn og fjármagn í frekari þróun og framleiðslu meðan Stafræn Markaðstorg ehf. sjá um markaðsmálin og kerfisþróun.

Safnsendingar munu draga úr flutningskostnaði

„Horft er til þess að þannig geta seljendur, hvort sem það eru íslenskar snyrtivörur, fatnaður, hönnun, handverk eða annað íslenskt, náð frekari sókn erlendis í krafti fjöldans og um leið að draga úr kostnaði sem snýr t.a.m. að markaðssetningu, kerfisþróun eða sendingum erlendis.“

Ein af þeim nýjungum sem seljendur og viðskiptavinir munu taka eftir eru að geta fengið safnsendingar sem dregur töluvert úr flutningskostnaði.

„Safnsendingarnar virka þannig að viðskiptavinur getur sett í körfu vörur frá þremur mismunandi seljendum og fengið allar vörurnar afhendar saman. Með þessu er dregið úr heildar sendingarkostnaði, sem einna helst stendur seljendum fyrir þrifum ásamt  betri notendaupplifun viðskiptavina.“

Stafræn markaðstorg er sú tegund verslunar sem vex hvað hraðast í heiminum að sögn Arnars. Árið 2020 áttu markaðstorg um 20% af allri netsölu í heiminum og er áætlað að það hlutfall verði komið upp í 25% árið 2025.

„Kostir markaðstorga fram yfir hefðbundnar vefverslanir er ekki síst að seljendur eru ekki að selja vörur sínar í heildsölu, heldur fá fullt verð og greiða eingöngu þóknun fyrir hverja selda vöru. Sú þóknun fer svo í sameiginlegan pott sem er nýttur fyrir rekstur á markaðstorginu og þá sérstaklega markaðssetningu til þeirra erlendu markhópa sem eru líklegir viðskiptavinir til að auka umferð á vefnum.“

Að mati Arnars er því hér komin leið fyrir íslenska seljendur að stækka markaðssvæði sitt umtalsvert og því kjörið tækifæri fyrir frumkvöðla og litla og meðalstóra seljendur til efla rekstur sinn enn frekar. Þá hafa stærri seljendur enn eina leiðina til að auka sína sölu.

Meira úrval laðar að fleiri viðskiptavini

„Fyrir mitt fyrirtæki, Cintamani, er þetta frábær þjónusta til að koma vörum okkar á framfæri erlendis. Við komumst hjá því að fjölga starfsgildum til að viðhalda erlendri vefverslun, halda úti markaðsstarfi erlendis og reka flókna vefverslun sem uppfyllir gæðastaðla til að standast samkeppni erlendis. BuyIcelandic.com er því fullkomin lausn fyrir okkur og erum gríðarlega ánægð með afrakstur þeirra í Stafrænum Markaðstorgum með þeirra sýn, lausn og þjónustu. Hvetjum við sem flesta til að koma sínum vörum á framfæri inn á markaðstorgið því það þýðir að meira úrval laðar að fleiri viðskiptavini sem þýðir að þeir sjá úrval af öðrum vörum sem þeir gætu bætt í sína körfu.“ Segir Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri Cintamani.

„Sem lítill seljandi á Íslandi, en lifi af með mína framleiðslu, opnast nú gríðarlega stórt tækifæri á að koma mínum vörum á framfæri erlendis. Það er engin kostnaður að sækja um að gerast seljandi og opna sína búð inn á BuyIcelandic.com. Tekin er þóknun, 15%, af hverri seldri körfu sem þýðir að ég fæ 85% af hverri sölu í stað þess að selja vörur mínar í heildsölu og fengi þá kannski 50% af hverri vöru. 15% fara svo í markaðskostnað og rekstur á kerfinu sem mér þykir mjög sanngjarnt,“ segir Heiðrún Ósk Níelsdóttir, eigandi HN Gallery.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun