fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Eyjan

Rekstur lífeyrissjóðanna kostar 25 milljarða á ári – „Of margir á spena þessa kerfis“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 08:00

Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru í Kringlunni 7.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki ódýrt að reka íslensku lífeyrissjóðina en rekstrarkostnaður þeirra er rúmlega 25 milljarðar króna á ári. Dæmi eru um að árslaun forstjóra sjóðanna séu allt að 38 milljónir.

Þetta kemur fram í samantekt um útgjöld þeirra sem Fréttablaðið hefur undir höndum en blaðið fjallar um málið í dag. Fram kemur að í samantektinni  sé skrifstofu- og stjórnunarkostnaður lagður saman við fjárfestingargjöld sjóðanna. 21 lífeyrissjóður er rekinn hér á landi.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins trónir á toppnum hvað varðar kostnað en árlegur rekstrarkostnaður hans er um 4,3 milljarðar. Þar á eftir kemur Lífeyrissjóður verzlunarmanna með rétt rúmlega 4 milljarða. Rekstrarkostnaður Gildis er tæplega 3,6 milljarðar og rekstrarkostnaður Birtu ríflega 2,2 milljarðar.

Hvað varðar árslaun forstjóra þessara sjóða þá er forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna með tæplega 38 milljónir í árslaun og fimm aðrir stjórnendur sjóðsins eru með samtals 147 milljónir í árslaun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, tæplega 30 milljónir að meðaltali.

Blaðið hefur eftir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, sem skipar fjóra af átta stjórnarmönnum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að rekstrarkostnaðurinn sé áhyggjuefni. „Það er ljóst af þessum tölum að úthýsing fjárfestinga í gegnum verðbréfasjóði og fjárfestingarfélög hefur aukist verulega á sama tíma og skrifstofu- og stjórnunarkostnaður fer vaxandi. Hér fer ekki saman hljóð og mynd, því ef menn eru að úthýsa eignastýringu, umsýslu og ábyrgð sem því fylgir ættu sjóðirnir sjálfir að geta sparað í stjórnunar- og skrifstofukostnaði,“ ef haft eftir honum.

Hann sagðist telja að kostnaðurinn sé enn hærri. „Það er ekkert gagnsæi í ársreikningum sjóðanna og þar kemur ekki allt fram en í öllu falli eru of margir á spena þessa kerfis,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna