fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Eyjan

Sigurður Ingi og Gunnar Smári takast á – „Ég heyri engan samvinnutón í trúarjátningu sósíalista. Ég heyri bara tón sundrungar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. september 2021 16:00

Sigurður Ingi Jóhannsson (t.v.) og Gunnar Smári Egilosson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í leiðtogaumræðunum í sjónvarpinu á dögunum bauð Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins, Sigurði Inga Jóhannsyni, formanni Framsóknarflokksins, til samstarfs um endurreisn samvinnuhreyfingarinnar. Sigurður svaraði tilboðinu með nokkuð almennum orðum um að margt væri gott að finna í gömlum hugsjónum hinnar horfnu samvinnuhreyfingar.

Síðan þá hafa þeir tekist á um þetta í skoðanagreinum á Vísir.is. Í grein sem birtist í gær leggur Gunnar Smári fram sína túlkun á sögu Framsóknarflokksins. Þær alþýðuhreyfingar sem hafi umbreytt Íslandi á síðustu öld séu samvinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin. Framsóknarflokkurinn eigi rætur í samvinnuhreyfingunni, hverrar rætur liggi enn lengra aftur en verkalýðshreyfingin:

„Framsóknarflokkurinn á upptök sín í annarri af tveimur sterkum alþýðuhreyfingum sem umbreyttu Íslandi á síðustu öld. Hin er verkalýðshreyfingin sem kviknaði samtímis því sem kapítalisminn var að skjótum rótum í sjávarbyggðum samhliða vélvæðingar bátaflotans, sem er hin eiginlega iðnbylting Íslands. En rætur samvinnuhreyfingarinnar ná lengra aftur, til vakningar í sveitum landsins seint á þar síðustu öld. Vakningar sem gat ekki bara af sér kaupfélög heldur ungmennafélög, kvenfélög, bindindisfélög, lestrarfélög og þá félagslegu vakningu sem markar í raun upphaf nútímasamfélags á Íslandi ekkert síður en tæknibreytingarnar sem umbreyttu atvinnutækjunum.

Þessar eru rætur Framsóknarflokksins, í vori nútímans og við upphaf hinnar raunverulegu sjálfstæðisbaráttu Íslands, baráttu alþýðufólks fyrir efnahagslegu sjálfstæði, félagslegum réttindum, kosningarétti og því að vera fullgild manneskja í samfélagi fólks.“

Gunnar Smári tárast

Gunnar Smári segir að enginn stjórnmálaflokkur eigi eins fagurt upphaf og Framsókn. Upphaf sögu hans sé svo fallegt að ekki sé hægt að hugsa til þess án þess að fá tár í augun. Kaupfélögin hafi fært vald frá erlendum kaupmönnum til fólks heima í héraði og síðan hafi Framsóknarflokkurinn tekið völdin af borgarastéttinni með því að mynda stjórn með Alþýðuflokknum árið 1927. Þannig hafi hinar tvær stóru alþýðufylkingar í landinu, samvinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin, náð völdum og byggt upp samfélag út frá hagsmunum fjöldans.

Borgarastéttin hafi hins vegar svarað með stofnun Sjálfstæðisflokksins sem hafi sótt fyrirmyndir til erlendra fasistahreyfinga, hann hafi viljað þjóna auðvaldinu og hafi smám saman náð undirtökum í samfélaginu.

Áherslur Framsóknarflokksins hafi síðan smám saman færst frá því að þjóna almenningi yfir í að þjóna stórfyrirtækjum. „Í stað þess að Framsóknarflokkurinn vaknaði og leitaði upphafs síns og endurnærði sig með hugsjónum um valddreifða samvinnuhreyfingu, þá elti flokkurinn þá menn sem náðu að sölsa undir sig eignir Samvinnuhreyfingarinnar,“ segir hann.

Örlög Framsóknarflokksins séu myrk og dimm í dag enda hafi hann þjónað fjármálaöflum sem ollu bankahruni og hann hafi snúið baki við alþýðunni:

„Fagrar hugsjónir fjöldans eru ekki aflvakinn lengur heldur grimm hagsmunagæsla fyrir hin fáu. Krafan um vald almennings yfir eigin lífi hefur vikið fyrir blindri þjónkun við auðvaldið. Formaðurinn stendur fyrir stórfelldri einkavæðingu vegakerfisins til stórfyrirtækja og kallar það samvinnuverkefni.“

Öfgakennd fortíðarhyggja

Sigurður Ingi svarar skrifum Gunnars Smára í grein á Vísir.is í dag. Þar gerir hann því skóna að Sósíalistaflokkurinn sé öfgaflokkur til vinstri. Hann segir að sósíalistar vilji ekki samvinnu ólíkra afla í samfélaginu heldur eingöngu samvinnu á grundvelli sósíalista. Sigurður Ingi ritar:

„Ég heyri engan samvinnutón í trúarjátningu sósíalista. Ég heyri bara tón sundrungar. Sama hver spurningin er þá er svarið alltaf öfgakennd krafa um að brjóta niður og byggja svo upp á forsendum sósíalista. Alltumlykjandi er síðan fortíðarþráin, hvað allt var gott í gamla daga en ömurlegt í dag. Hvert sem litið er í stefnumálum sósíalista er afturhvarf til fortíðar, krafan um að gera Ísland gott aftur.“

Sigurður Ingi segir að Framsóknarflokkurinn sé framsækinn miðjuflokkur sem vinni með það besta frá hægri- og vinstriöflum. Hann segir sögu sósíalismans vera hörmungarsögu öfgahyggju. Sósíalismi og óheft markaðshyggja séu hvort tveggja öfgastefnur:

„Í huga sósíalista virðist vera eitt einfalt svar við öllu og það er svar þeirra sjálfra. Að þessu leyti er hugarheimur þessa ysta vinstris ekki ólíkt hugarheimi þeirra sem liggja lengst til hægri með sína óheftu markaðshyggju. Um þá óheftu markaðshyggju má segja að hún hefur beðið skipbrot tvisvar sinnum á síðustu þrettán árum. Óheftur markaður skóp hrunið og óheftur markaður réði ekki við heimsfaraldurinn. Í bæði skipti hefur almenningur þurft að hlaupa undir bagga. Um sósíalismann þarf ekki að hafa mörg orð því saga síðustu aldar er öðrum þræði hörmungarsaga þeirrar öfgastefnu. Yst til hægri og yst til vinstri eru stjórnmál trúarbrögð þeirra sem telja sig hafa fundið hinn eina stóra sannleik. Í mínum huga eru stjórnmál ekki trúarbrögð heldur mikilvægt tæki til að bæta samfélagið.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Sigmundur Ernir spáir E-flokknum sigri í kosningunum á laugardaginn

Sigmundur Ernir spáir E-flokknum sigri í kosningunum á laugardaginn
Eyjan
Í gær

Harka færist í kosningabaráttuna: Kosningastjóri VG og þingmaður Samfylkingarinnar í hár saman – „Ótrúlega ósmekklegt“

Harka færist í kosningabaráttuna: Kosningastjóri VG og þingmaður Samfylkingarinnar í hár saman – „Ótrúlega ósmekklegt“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Sjálfstæðisflokkurinn er kominn mikið, mikið lengra til vinstri en fyrir tíu eða tuttugu árum“

„Sjálfstæðisflokkurinn er kominn mikið, mikið lengra til vinstri en fyrir tíu eða tuttugu árum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Frambjóðendur deila myndum af gæludýrunum – „Ég held að allir kettir séu í Miðfokknum“

Frambjóðendur deila myndum af gæludýrunum – „Ég held að allir kettir séu í Miðfokknum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bogi segir gjörbyltingu að opnað verði fyrir ferðalög til Bandaríkjanna

Bogi segir gjörbyltingu að opnað verði fyrir ferðalög til Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Katrínu vera að eyðileggja landið og íslamsvæða þjóðina – Spyr hvort engar vitsmunakröfur séu gerðar til Alþingismanna

Segir Katrínu vera að eyðileggja landið og íslamsvæða þjóðina – Spyr hvort engar vitsmunakröfur séu gerðar til Alþingismanna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars