fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Biðlaun fráfarandi þingmanna um 154 milljónir- Steingrímur og þrettán aðrir fá hámarksbiðlaun

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. september 2021 22:00

Steingrímur J. Sigfússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls taka 25 nýir þingmenn sæti á Alþingi á næstunni og eðli málsins samkvæmt munu 25 fyrrum þingmenn þurfa frá að hverfa. Sumir eru að hætta að sjálfsdáðum en aðrir náðu ekki kjöri í nýliðnum þingkosningum.

Slík endurnýjun kostar þó sitt því samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis eiga þingmenn rétt á biðlaunum eftir að þingmennskunni lýkur. Launin eru jafnhá þingfarakaupi eða 1.285.411 kr. á mánuði.

Réttindin eru á þá leið að hafi þinnmenn setið aðeins eitt kjörtímabil á viðkomandi rétt á þriggja mánaða biðlaunum en ef kjörtímabilin eru fleiri þá öðlast viðkomandi rétt á biðlaunum í sex mánuði. Alls eiga fimmtán fráfarandi þingmenn rétt á biðlaunum í sex mánuði en tíu þingmenn fá biðlaun í þrjá mánuði.

Sex mánaðabiðlaunin hljóða því upp á 7,7 milljónir króna í heildina en þriggja mánaða biðlaunin upp á 3,85 milljónir. Heildarkostnaður við biðlaunin nemur því um 154 milljónum króna.

Rétt er að geta þess að ef fráfarandi þingmennirnir byrja í öðru starfi á tímabilinu þá fellur rétturinn til biðlaunanna niður.

Þetta eru þingmennirnir sem hætta á Alþingi og biðlaunaréttur þeirra í mánuðum:

Albertína F. Elíasdóttir, Samfylkingin – 3 mánuðir
Anna K. Árnadóttir, Miðflokkurinn –  3 mánuðir
Ari T. Guðmundsson, VG – 6 mánuðir
Ágúst Ó.Ágústsson, Samfylkingin – 3 mánuðir
Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokkurinn – 6 mánuðir
Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingin – 6 mánuðir
Guðmundur A. Thorsson, Samfylkingin – 3 mánuðir
Gunnar B. Sveinsson, Miðflokkurinn – 6 mánuðir
Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar- 3 mánuðir
Jón Þór Ólafsson, Píratar – 6 mánuðir
Jón S. Valdimarsson, Viðreisn – 6 mánuðir
Karl G. Hjaltason, Miðflokkurinn – 3 mánuðir
Kolbeinn Ó.  Proppé, VG – 6 mánuðir
Kristján Þ. Júlíusson, Sjálfstæðisfl. – 6 mánuðir
Lilja Rafney Magnúsdóttir, VG – 6 mánuðir
Ólafur Ísleifsson, Miðflokkurinn – 3 mánuðir
Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokkurinn – 6 mánuðir
Rósa B. Brynjólfsdóttir, Samfylkingin – 6 mánuðir
Sigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisfl. – 6 mánuðir
Sigurður P. Jónsson, Miðflokkurinn – 3 mánuðir
Silja D. Gunnarsdóttir, Framsókn – 6 mánuðir
Smári McCarthy, Píratar – 6 mánuðir
Steingrímur J. Sigfússon, VG  – 6 mánuðir
Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn – 3 mánuðir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera