fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Eyjan

Þetta eru kjörstaðirnir í Reykjavík – Hver er besta gönguleiðin?

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 25. september 2021 09:30

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosið er til Alþingis í dag, 25. september. Kosið er á 23 stöðum í Reykjavík, þar af fimm nýjum.

Kjörstaðir í Reykjavík verða opnir frá kl. 9-22 í dag og á vef Reykjavíkurborgar – smellið hér – er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar. Þar er til dæmis hægt að slá inn heimilisfang í leitarglugga til að finna sinn kjörstað og skoða á korti tillögu að gönguleið á kjörstað, vegalengd hennar og staðsetningu næstu strætóbiðstöðvar. Einnig má nálgast upplýsingar um kosningar í Reykjavík í síma 411-4915.

Þar sem kjörstöðum hefur fjölgað um fimm (Frostaskjól, Höfðatorg, Álftamýrarskóli, Foldaskóli og Rimaskóli) eru kjósendur eindregið hvattir til að fletta upp hvar þeir eiga að kjósa. Í mörgum tilfellum hefur kjörstaðurinn færst nær heimilinu, sem er í samræmi við stefnu borgarinnar um að bæta aðgengi að kjörstöðum og hvetja til vistvænna samgangna.

Vakin er athygli á að Landskjörsstjórn hefur breytt kjördæmamörkum Reykjavíkurkjördæmanna. Áhrifin eru þau að kjósendur í Grafarholti, sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla, kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en ekki norður eins og áður. Kjörstaður breytist þó ekki.

Að kjörfundi loknum fer talning fram í Laugardalshöll. Hún er öllum opin og verður streymi frá talningunni á vef borgarinnar, reykjavik.is.

Aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks í Reykjavík safnar ábendingum um aðgengismál kjörstaða hér.

Velkomið er að birta myndbönd með upplýsingum um kjörstaði borgarinnar, sem finna má hér:

 

Kjörstaðir Reykjavíkurkjördæmanna.

 

Reykjavíkurkjördæmi norður

Álftamýrarskóli, 2 kjördeildir

Borgaskóli, 5 kjördeildir

Dalskóli, 2 kjördeildir

Foldaskóli, 6 kjördeildir

Höfðatorg, 2 kjördeildir

Ingunnarskóli norður, 1 kjördeild

Kjarvalsstaðir, 4 kjördeildir

Klébergsskóli, 1 kjördeild

Laugalækjarskóli, 5 kjördeildir

Menntaskólinn við Sund, 5 kjördeildir

Ráðhús, 9 kjördeildir

Rimaskóli, 3 kjördeildir

Vesturbæjarskóli, 2 kjördeildir

 

Reykjavíkurkjördæmi suður

Árbæjarskóli, 6 kjördeildir

Borgarbókasafnið í Kringlunni, 2 kjördeildir

Breiðagerðisskóli, 7 kjördeildir

Breiðholtsskóli, 3 kjördeildir

Frostaskjól, 4 kjördeildir

Hagaskóli, 5 kjördeildir

Hlíðaskóli, 4 kjördeildir

Ingunnarskóli suður, 3 kjördeildir

Íþróttamiðstöðin Austurbergi, 6 kjördeildir

Norðlingaskóli, 2 kjördeildir

Ölduselsskóli, 6 kjördeildir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki