fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Eyjan

Kjördagur hjá Kötu Jak – Sofnar oftast yfir kosningatölunum: „Þetta kemur þegar það kemur“

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 25. september 2021 11:02

Katrín Jakobsdóttir kaus í morgun í Hagaskóla. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, kaus í Hagaskóla í morgun. En hvernig er hefðbundinn kjördagur hjá henni?

„Ég hringi í nokkra ættingja og minni þá á að kjósa. Borða góðan morgunmat sem endist allan daginn. Svo er dagurinn yfirleitt frekar pakkaður – heimsækja kosningaskrifstofur og spjalla við óákveðna kjósendur,“ segir hún.

Dagurinn í dag er síðan skipulagður í þaula.

„Við hjónin förum á kjörstað með þeim börnum sem nenna með – og svo taka við heimsóknir og samtöl við kjósendur. Ég heimsæki kosningakaffi á vegum VG á höfuðborgarsvæðinu og svo verður Kosningavaka VG í Iðnó og þar er ávallt frábær stemmning. Síðan fer ég bæði á Rúv og Stöð 2 í formannapallborð og svo reyni ég að vaka þar til talið hefur verið en oftast sofna ég reyndar yfir tölunum, þetta kemur þegar það kemur,“ segir Katrín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Færri konur ráðnar í framkvæmdastjórastöður en í fyrra

Færri konur ráðnar í framkvæmdastjórastöður en í fyrra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún skilur ekkert í Sjálfstæðismönnum – „Þetta er með slíkum ein­dæm­um, að lög ná ekki yfir það“

Guðrún skilur ekkert í Sjálfstæðismönnum – „Þetta er með slíkum ein­dæm­um, að lög ná ekki yfir það“