fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
Eyjan

Rúmlega helmingi landsmanna er sama um laun þingmanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. september 2021 09:00

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega helmingi landsmanna er sama um laun þingmanna, það er vilja hvorki hækka þau né lækka, um 40% vilja lækka launin, þar af vilja 20% lækka þau mikið. Tæplega 5% vilja hækka þau lítillega og 1,4% vilja hækka þau mikið.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Rúmlega 53% svöruðu ekki spurningu um hvort þeim finnist að lækka eigi laun þingmanna eða hækka. Um 7% svarenda tóku ekki afstöðu.

Laun þingmanna eru nú 1.285.411 krónur á mánuði. Ofan á þetta bætast síðan ýmsar greiðslur.

Það er helst yngsti aldurshópurinn sem vill að launin lækki en tæplega 40% fólks á aldrinum 18 til 24 ára vildi lækka þau mikið.

Greinilegur munur er á afstöðu svarenda þegar horft er til menntunar þeirra. Rúmlega helmingur þeirra sem hefur lokið grunnskólaprófi vildi lækka laun þingmanna en 30% þeirra sem hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi.

Sama er uppi á teningunum þegar litið er til tekna fólks. Fólk með lágar tekjur er mun líklegra til að vilja lækka laun þingmanna en þeir sem eru með háar tekjur.

Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins var líklegast til að vilja hækka laun þingmanna eða halda þeim óbreyttum, eða 21%. Stuðningsfólk Flokks fólksins og Sósíalistaflokks Íslands var langlíklegast til að vilja lækka þau.

Könnunin var send til 2.500 manns og svöruðu 1.244.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Blaðamenn Fréttablaðsins „brutu sér leið“ inn á lögreglustöðina í Borgarnesi – Segir leyndarhyggju ráðandi við talningu atkvæða

Blaðamenn Fréttablaðsins „brutu sér leið“ inn á lögreglustöðina í Borgarnesi – Segir leyndarhyggju ráðandi við talningu atkvæða
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íslenskt sprotafyrirtæki lýkur 232 milljón króna fjármögnun

Íslenskt sprotafyrirtæki lýkur 232 milljón króna fjármögnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hugmynd Rannveigar fær hörð viðbrögð – „Íslenskt atvinnulíf er sturlað af frekju“

Hugmynd Rannveigar fær hörð viðbrögð – „Íslenskt atvinnulíf er sturlað af frekju“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja byggja 3.000 íbúðir í Reykjavík tafarlaust – Nýtur stuðnings verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins

Vilja byggja 3.000 íbúðir í Reykjavík tafarlaust – Nýtur stuðnings verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Burt með Birgi – Undirskriftum safnað til höfuðs Birgi Þórarinssyni – „Hann svindlaði á kjósendum“

Burt með Birgi – Undirskriftum safnað til höfuðs Birgi Þórarinssyni – „Hann svindlaði á kjósendum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þetta jafngildir því að bankarnir þrír muni ná um 750 þúsund krónum af hverri fjögurra manna fjölskyldu á þessu ári“

„Þetta jafngildir því að bankarnir þrír muni ná um 750 þúsund krónum af hverri fjögurra manna fjölskyldu á þessu ári“