fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Eyjan

Sigmundur Ernir spáir E-flokknum sigri í kosningunum á laugardaginn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. september 2021 08:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, spáir E-flokknum sigri í kosningunum á laugardaginn. Eflaust reka einhverjir upp stór augu við þessa spá og velta fyrir sér hvaða flokkur þetta sé og af hverju þeir hafa ekki heyrt um hann fyrr.

„Ef að líkum lætur fer E-flokkurinn með sigur af hólmi í alþingiskosningunum að þessu sinni, eins og raunar endranær. Hann lætur þó ekki mikið fyrir sér fara, frekar en fyrri árin, en árangurinn skilar sér samt sem áður í völdum og leiðarstefi í lykilstofnunum landsins. Þannig hefur þetta verið um áratugaskeið. E-flokkurinn býður sig raunar aldrei fram. Hann þarf þess ekki. En vinnur alltaf. Það er raunin þegar upp er staðið. Hann fer með völdin, kann vel við sig með völdin, finnur til sín með völdin – og sleppir þeim ekki. Fullu nafni heitir hann Embættismannaflokkur Íslands,“ segir Sigmundur í inngangi leiðara síns í Fréttablaðinu í dag og útskýrir þar með hvað E-flokkurinn er.

Hann segir að of djúpt sé í árina tekið að segja að flokkurinn steli völdum að kosningum lokum, hann fái þau bara upp í hendurnar því löglega kjörnir þingmenn þjóðarinnar hafi ekki sömu völd og æviráðnir embættismenn.

„Þingmenn koma og fara. Embættismenn sitja þá af sér. Það er meginreglan í íslensku kerfi sem kennt er við lýðræði, en er í raun og veru stofnræði,“ segir Sigmundur og segir umhugsunarefni hversu lítil völd þingmenn hafa í nokkuð þroskuðu lýðræðisríki eins og við búum í.

„Þeir sitja í nefndum. Og sitja þar sem fastast. Raunar eins og þeim sé haldið þar föstum. Oftar en ekki af embættismönnum. Akkúrat þeim mönnum sem segja fulltrúum fólksins í landinu hvernig kaupin gerast í kerfinu. Sömu mennirnir eru fóðrið í frumvörp framkvæmdavaldsins sem renna í gegnum alþingi, áreynslulaust, eins og stimpilpúði fyrir stofnanaveldi landsins. Og þannig líður kjörtímabilið. Hvert kjörtímabilið af öðru. Þingmenn koma. Þingmenn fara. En eftir situr raunverulega valdið í reykvískri bírókratíu sem hagar málum að hentisemi sinni, án nokkurs einasta umboðs frá þjóðinni,“ segir hann og bendir síðan á að í Bandaríkjunum sé embættismannakerfið hreinsað út í heilu lagi við valdaskipti í Hvíta húsinu. Í Bretlandi sé svipað uppi á teningnum og í Þýskalandi sé vald nýrrar stjórnar svo áþreifanlegt að embættismenn taki við skipunum. Svipað sé þetta á Norðurlöndunum. „Nema á Íslandi. Þar eru ráðuneytin valdameiri en ráðherrann. Oft og tíðum. Og fyrir vikið breytist minna en meira, enda þótt ráðherrann mæti ferskur til leiks. Á Íslandi verður stofnræði að víkja fyrir lýðræði,“ eru lokaorð hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra