fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Eyjan

FÍB kvartar undan skrifum Katrínar Júlíusdóttur um vátryggingafélögin

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 09:00

Katrín Júlíusdóttir. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu Samtaka fjármálafyrirtækja, SFF, fyrir hönd vátryggingarfélaganna. Málið snýst um að í grein benti FÍB á að tryggingafélögin Sjóva, VÍS, TM og Vörður standi fyrir okri á bílatryggingum. Framkvæmdastjóri SFF greip til varna í grein á heimasíðu samtakanna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að í grein Katrínar Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra SFF, hafi brigður verið bornar á málflutning FÍB og iðgjaldahækkun skýrð með tilliti til ýmissa þátta.

FÍB telur að með greininni sé verið að brjóta á neytendum og hagsmunum þeirra. Runólfur Ólafsson, forstjóri FÍB, benti meðal annars á að á heimasíðu SFF segi: „ SFF er óheimilt að fara með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfélaga sinna og getur slíkt falið í sér sjálfstætt brot á samkeppnislögum. Tekur þetta m.a. til umræðu á opinberum vettvangi, um verð og verðbreytingar aðildarfélaga og um kröfur viðskiptavina þeirra um lægra verð eða bætt viðskiptakjör.“

Telur FÍB því að Katrín, fyrir hönd SFF, hafi brotið eigin reglur með fyrrnefndri grein.

Fréttablaðið náði ekki tali af Katrínu eftir að FÍB ákvað að senda kvörtunina til Samkeppniseftirlitsins en áður hafði hún verið spurð hvort skrif hennar væru viðeigandi. Hún svaraði því að hún hefði verið að horfa á starfsumhverfið þegar hún skrifaði grein sína. Umfjöllunin hafi verið um vátryggingamarkaðinn en ekki tryggingafélögin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fjólublátt þema hjá Pírötum á Laugaveginum – Ekkert kjaftæði á kosningaskrifstofunni

Fjólublátt þema hjá Pírötum á Laugaveginum – Ekkert kjaftæði á kosningaskrifstofunni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar skorar á Ásmund og segir að hann viti svarið – „Skömmin er til að skila henni og nú er tækifærið“

Ragnar skorar á Ásmund og segir að hann viti svarið – „Skömmin er til að skila henni og nú er tækifærið“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann segir Ásmund ekki hafa þorað að mæta í Kastljós í gær – „Hann veit upp á sig skömmina“

Jóhann segir Ásmund ekki hafa þorað að mæta í Kastljós í gær – „Hann veit upp á sig skömmina“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar botnar ekkert í nýjustu tilslökununum – „Þetta er augljóst samsæri gegn mér“

Brynjar botnar ekkert í nýjustu tilslökununum – „Þetta er augljóst samsæri gegn mér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illa gengur að koma afgönskum flóttamönnum hingað til lands

Illa gengur að koma afgönskum flóttamönnum hingað til lands
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Píratar neita að svara spurningum um bólusetningar – Halldóra tók upp hanskann fyrir foreldra óbólusettra barna

Píratar neita að svara spurningum um bólusetningar – Halldóra tók upp hanskann fyrir foreldra óbólusettra barna