fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

„Þetta er dæmi um djúpstæða og eitraða spillingu íslenskra stjórnmála“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Sósíalista, fer nú mikinn á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á því sem sósíalistum finnst betur mega fara í íslenskri pólitík. Í gær benti hann á það sem að hans mati er fásinna- að ráðherrar hafi bíl og einkabílstjóra til umráða. Í dag beinir hann sjónum sínum að launum ráðamanna þjóðarinnar sem hann telur alltof há – miðað við höfðatölu.

„Laun ráðherra á Íslandi eru eins og laun bæjar- og borgarstjóra hérlendis tómt rugl, með því allra hæsta sem þekkist á jarðarkringlunni. Hvers vegna?“

Veltir Gunnar Smári því fyrir sér hvers vegna launin hafi orðið þetta há. Telur hann ljóst að enginn hafi beðið um þetta nema ráðamennirnir sjálfir.

„Varð þetta svona vegna krafna almennings? Nei, það bað enginn um þetta nema fólkið sem tekur þessi laun. Þetta er dæmi um djúpstæða og eitraða spillingu íslenskra stjórnmála, sjálftöku elítustjórnmálanna.“

Sem dæmi sé forsætisráðherra með meira en sexföld lágmarkslaun og þar að auki ýmis fríðindi vegna embættis síns, svo sem áðurnefndan einkabílstjóra.

„Forsætisráðherra á Íslandi er með 2.222.272 kr. í mánaðarlaun, meira en sexföld lágmarkslaun. Auk þessa hefur ráðherrann bíl og bílstjóra til afnota.“

Að lækka laun ráðherra er sjöunda tilboð sósíalista til kjósenda þeirra og vekja þeir athygli á tilboðum sínum undir yfirskriftinni „Burt með elítustjórnmál

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi