fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Samningar um bóluefnakaup verða ekki gerðir opinberir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 10:00

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur staðfest ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að neita að afhenda samninga um kaup ríkisins á bóluefnum gegn COVID-19. Um er að ræða samninga við Pfizer, Janssen, AstraZeneca, Moderna og CureVac.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið almennur borgari sem óskaði eftir að fá samningana afhenta.

Heilbrigðisráðuneytið vildi ekki afhenda samningana þar sem það taldi hættu á að það myndi valda tjóni og að þeir innihaldi einnig samskipti við erlend ríki þar sem Svíþjóð á einnig aðild að samningunum.

Í úrskurðinum kemur fram að ef samningarnir verði birtir muni það skerða traust á milli íslenska og sænska ríkisins. „Verður ekki fram hjá því litið að íslenska ríkinu mun líklega reynast nauðsynlegt að festa kaup á fleiri bóluefnaskömmtum gegn COVID-19,“ segir einnig og að ef samningarnir verði birtir geti lyfjafyrirtækin borið því við að Ísland hafi ekki staðið við sinn hluta samninganna og það geti breytt afhendingu og samningsstöðu Íslands til hins verra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg