fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

RÚV býður auglýsendum að kaupa brandara á tæpar 30 þúsund krónur

Eyjan
Föstudaginn 23. júlí 2021 11:00

Efstaleiti, Ríkisútvarpið, RÚV. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta útspil auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins er að bjóða auglýsendum að kaupa brandara til þess að létta lundina landans í ljósi nýjustu vendinga í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum.

„Mér finnst þetta ekki í lagi,“ sagði ónefndur fyrirtækjaeigandi sem deildi tilboðinu með DV, en það barst um leið og að þau tíðindi að smitum fjölgaði ört og möguleiki væri á að sóttvarnaraðgerðir yrðu hertar. Vildi viðkomandi meina að slíkar markaðshugmyndir hæfðu betur á einkareknum ljósvakamiðlum en á Ríkisútvarpinu

„Við vorum að hugsa um að létta lundina aðeins á landanum í kjölfarið á tíðindum um Covid og setja út í loftbylgjurnar á Rás 1 og Rás 2 stutta brandara og glens. Ágæt leið til að minna á fyrirtækið með jákvæðni, það er skrítla lesin (svo kallaður one-liner brandari) og endað á „Eigið skemmtilegan dag“ og síðan er nafn fyrirtækisins lesið upp,“ segir í tilboðinu góða.

Fyrirtæki sem myndu skella sér á tilboðið yrðu þá með brandara dagsins sem lesinn yrði upp á hverjum degi, fjóra daga í röð. „Verð er einungis 29 þúsund krónur án vsk.“ segir að lokum í tilboðinu.

Viljið þið skoða að vera með í þessu verkefni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun