fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Hægt gengur að opna hótelin vegna skorts á starfsfólki

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannekla er helsta ástæðan fyrir að hægt gengur að opna hótelin í Reykjavík á nýjan leik. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir honum að bókanir erlendra ferðamanna séu hins vegar framar vonum. „Við erum í talsverðum vandræðum vegna manneklu en við erum búin að opna fimm hótel og erum að opna það sjötta í vikunni, á fimmtudaginn. Við erum með alla mögulega og ómögulega anga úti að reyna að ná okkur í starfsfólk,“ er haft eftir honum.

Center Hotels reka átta hótel í Reykjavík en þeim var öllum nema einu lokað í faraldrinum. Kristófer sagði að þernur, barþjóna, gestamóttökustarfsfólk og starfsfólk í eldhús vanti til starfa.

Hann sagði að rætt hafi verið við fyrrverandi starfsmenn um leið og fór að rofa til og nú sé allt reynt til að fá starfsfólk. „Einnig ráðum við mikið í gegnum Vinnumálastofnun og svo hefur hver sínar aðferðir til þess að reyna að finna fólk, hér og erlendis. Við þurfum samt líka að vera sanngjörn í því að þetta er svo mikið af fólki sem við erum að ráða á mjög skömmum tíma til að manna heila atvinnugrein upp á nýtt. Þetta er ekki bara það að fá fólk til að vilja vinna. Það þarf mikla þjálfun til að vinna á nútíma hóteli sem tekur sinn tíma,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB