fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Eyjan

Brynjar íhugar að hætta við að hætta – „Því það geta ekki allir verið á Féló“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur Harmageddon í morgun og þar ræddi hann nýafstaðið prófkjör Sjálfstæðisflokksins sem og flokkinn í heild.

Brynjar endaði í 5. sæti prófkjörsins og fengi því líklegast að sitja 3. sæti flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu í komandi kosningum. Hann hefur þó gefið út að hann sé hættur afskiptum af stjórnmálum. Ekki eru allir sáttir með þessa ákvörðun Brynjars og vilja sumir meina að þeir eigi eftir að sakna hans.

Þorkell Máni Pétursson, annar þáttarstjórnenda þáttarins, er á þeirri skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki nægilega mikill hægri flokkur og að hann hafi brugðist atvinnurekendum. Hann vill stofna nýtt hægri bandalag og spurði Brynjar hvort hann væri á sömu skoðun.

„Nei, ég er ekkert mikið fyrir að fjölga stjórnmálaflokkum og ég vil að flokkurinn tali almennilega fyrir stefnu sinni. Hún er til staðar en menn gleyma þessu einhvern veginn. Menn halda að við séum alltaf að finna upp eitthvað nýtt. Þetta er allt löngu fundið upp í raun og veru,“ sagði Brynjar við þessari hugmynd.

Brynjar vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki að fylgja þeirri stefnu sem hann þarf að fylgja til að ná tilsettum árangri. Hann segir að fólk haldi að nútíminn sé annað en hann er.

„Svo eru menn bara að elta einhverja umræðustjóra eins og Bubba, Hallgrím Helgason og einhverja algjöra þvælu í samfélaginu og halda að það sé nútíminn. Og einhver ný stjórnarskrá. Allt þetta dellumauk og halda að þetta sé nútími og við stöndum bara og horfum á og segjum ekkert. Þá fjörum við út,“ sagði Brynjar og vill að flokkurinn standi fyrir sínu í staðinn fyrir að fara alltaf í vörn.

Frosti Logason, hinn þáttarstjórnandi Harmageddon, spurði hvort Brynjar þurfi ekki að vera formaður í nýjum flokk sem fengi heitið Frjálslyndi íhaldsflokkurinn. Hann stakk upp á að slagorð flokksins yrði: „Því það geta ekki allir verið á Féló“. Þetta fékk Brynjar til að hlæja en hann gaf lítið fyrir þessa hugmynd Frosta.

Brynjar gaf í skyn að hann myndi mögulega þiggja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum en hann er ekki viss um framtíðina. Hann sagðist ekki þurfa að taka lokaákvörðun strax. Hann grínaðist með að hafa keypt g-streng fyrir OnlyFans-síðuna sína og að hann og Sigríður Á. Andersen myndu mögulega opna lögmannsstofuna Níelsson og Andersen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári telur fylgishrun Sjálfstæðisflokksins tengjast tuðinu í Þjóðmálamönnum

Gunnar Smári telur fylgishrun Sjálfstæðisflokksins tengjast tuðinu í Þjóðmálamönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gallupkönnun: Yfirgnæfandi meirihluti vill rannsóknarnefnd á störf sérstaks saksóknara í hrunmálum

Gallupkönnun: Yfirgnæfandi meirihluti vill rannsóknarnefnd á störf sérstaks saksóknara í hrunmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar