fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Þórðargleði Íslendinga eftir prófkjörið í gær – „Jólin koma snemma í ár“ – „Af hverju er ekki prófkjör oftar?“

Eyjan
Sunnudaginn 6. júní 2021 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þið hélduð að það gætu ekki mögulega komið fleiri fréttir um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær þá hryggir það blaðamann að valda ykkur vonbrigðum. Þeir sem eru alveg komnir með upp í kok mega endilega senda okkur fréttaskot hér. En áfram með smjörið.

Þar sem margir flokkar ákváðu að ræna okkur gleðinni og hafa uppstillingu í staðinn fyrir prófkjör var líklega eðlilegt að prófkjör Sjálfstæðismanna fengi mikla athygli, enda sem stendur stærsti flokkurinn á Íslandi, hvort sem mönnum líki það betur eða verr.

Að auki var baráttan um toppsætið æsispennandi og ekki útséð fyrr en síðustu tölur voru kynntar hver hneppti hnossið. Þrír þingmenn hrundu niður lista og hafa tveir þeirra, Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen, tilkynnt að þau ætli ekki að taka sér sæti á lista og munu því segja skilið við Alþingi.

Að vanda hafa Íslendingar skoðanir, sem og fyrri daginn og tjáðu þær hvar annars staðar en á Twitter. Miðað við færslurnar eru líklega fleiri vinstri menn en hægri menn sem stunda Twitter.

Auðvitað tók DV að sér að safna saman því helsta, svo þú lesandi kær þurfir þess ekki.

Sigríður afslöppuð

Það gladdi marga þegar RÚV birti frétt frá prófkjörinu um viðbrögð Sigríðar Á. Andersen þegar ljóst var að hún var að líkindum ekki að fara að ná 2. sætinu sem hún sóttist ekki. Þá var það helst fyrirsögnin sem RÚV valdi sem gladdi.

Brynjar kveður stjórnmálin

Hvort sem þið elskið hann eða hatið hann þá er hinn húmoríski þingmaður Brynjar að hverfa af Alþingisrásinni.

Brynjar ekki búinn að tapa skopskyninu

Auðvitað er Brynjar samt ekki búinn að tapa skopskyninu og fór sjálfur á Twitter og lýsti því yfir að hann hefði sjaldan glatt vinstri menn jafn mikið.

Hans verður samt saknað af einhverjum

 

Sigríður hættir á þingi

Netverjar tóku einnig eftir því að Sigríður Á. Andersen er ekki að fara að stíga í ræðustól á þingi á næsta kjörtímabili.

Ekki gefa þeim neinar hugmyndir

Eða kannski er þetta stórgóð hugmynd?

 

Konur verða bara að vera duglegri að vera karlar

Ætli þetta sé rétt ?

Til hamingju sjómenn 

Þessi færsla tengist mögulega ekki prófkjörinu, mögulega. En blaðamaður gat ekki útilokað það svo hún fékk að vera með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“