fbpx
Laugardagur 12.júní 2021
Eyjan

Vilja grímurnar burt – Segir fáa trúa því að grímuskylda breyti nokkru um útbreiðslu faraldursins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. maí 2021 13:30

Fólk með andlitsgrímur á útsölu. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andóf gegn skyldunotkun andlitsgríma gerir vart við sig annað slagið og undanfarna daga hafa tveir málsmetandi menn lagst eindregið gegn grímuskyldu og telja hana gagnslausa.

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu, tók þetta fyrir í leiðara Fréttablaðsins á föstudag. Hörður segir að skynsemi og meðalhóf hafi ríkt í viðbrögðum yfirvalda gagnvart faraldrinum í byrjun en nú virðist stjórnvöldum flestra landa erfitt að afnema höft sem sett hafa verið á:

„Í upphafi heimsfaraldurs virtist skynsemi og meðalhóf ætla að ráða för hér á landi. Síðan þá hefur sú fornkveðna regla hins vegar orðið æ meira ríkjandi, að erfiðara virðist fyrir stjórnlynd stjórnvöld – ekki bara á Íslandi heldur í flestum öðrum ríkjum heims – að fara til baka þegar höft hafa einu sinni verið sett á. Framan af, þegar stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld lögðu á það áherslu að frelsisskerðandi takmarkanir ættu ekki að vera meiri en ástæða væri til hverju sinni, var ekki talin ástæða til að fylgja ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um grímunotkun í fjölmenni og fullyrt að þær virkuðu ekki. Síðar breyttist sú afstaða, meðal annars að sögn vegna vísbendinga um að helsta smitleið veirunnar væri loftsmit fremur en snerting.“

Hörður telur að sú ákvörðun að fyrirskipa viðtæka notkun andlitsgríma hafi fremur stuðst við ótta en vísindaleg rök. Hann segir að grímuskyldan megi ekki festast í sessi:

„Sú ákvörðun að grípa til víðtækrar grímuskyldu kom líklega ekki síst til vegna þrýstings og ótta, fremur en endilega af vísindalegum ástæðum. Eflaust trúa því fáir í dag að notkun andlitsgríma, óháð því hvort hægt sé að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks, breyti nokkru um útbreiðslu faraldursins hér á landi. Í stað þess að vera þýðingarmikil sóttvarnaráðstöfun er hún frekar orðin að einhvers konar táknmynd þess að fólk skuli á þessum leiðinlegu tímum hlýða gagnrýnislaust eins og hundar – og grímunotkun sé því áminning um hvernig við eigum að haga okkur við hin ýmsu tækifæri. Það er staða sem má ekki festast í sessi.“

Hörður lýsir yfir ánægju með afléttingaráætlun stjórnvalda í þrepum sem tengd er við bólsetningaráætlun. En inni í þeim afléttingum fer engum sögum af afléttingu grímuskyldu. Hörður telur grímunotkunina vera tilgangslausa:

„Nú er faraldurinn ekki aðeins í rénun heldur er búið að bólusetja bókstaflega alla þá sem eru í áhættuhópi, og mun fleiri til. Samt ráfar fólk enn um ganga stórverslana með grímu, langt frá næsta manni, af því að reglurnar segja það, en ekki af því að það þjóni neinum raunverulegum tilgangi. Það er eins og gleymst hafi að fella niður þessi höft, því aðstæður eru allt, allt aðrar en þegar þau voru sett á. Nú skín sólin, landið er tekið að rísa og stjórnvöld hafa lofað verulegum tilslökunum innanlands. Væri ekki eðlilegt, og ekki síst táknrænt, að fella niður grímuskyldu í næstu afléttingum, sem skammt eru undan, og sýna það í orði og á borði að samstaða þjóðarinnar hefur skilað árangri og að nú sé það versta yfirstaðið – og vel það.“

Gagnslaus grímuskylda

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, er sammála Herði. Björn segir að grímuskyldan grafi undan trausti og virðingu í garð sóttvarnayfirvalda. Björn telur að afnám grímuskyldu ætti að vera efst á blaði í afléttingum.

Björn segir:

„Við búum enn við þessar hertu reglur, sitja þarf með grímur í tónleikasal eða leikhúsi þótt selt sé í sæti þannig að hæfilegt bil á að vera á milli ótengdra gesta. Gerist einhver svo djarfur að lyfta grímunni upp fyrir munninn eða færa hana niður fyrir nef til að njóta meiri frelsis undir flutningi verks er líklegt að vaktmaður hússins hnippi í hann á milli verka og krefjist þess að gríman hylji bæði munn og nef.“

Þórólfur hefur brugðist við fyrirspurnum þess efnis hvenær grímuskyldan verði felld niður á þann veg að það verði ekki í bráð. Björn telur þetta dapurlegt:

„Í sjálfu sér er dapurlegt að knýja þurfi á með þessum hætti gegn gagnslausri grímuskyldu en því miður er það óhjákvæmilegt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar íhugar að hætta við að hætta – „Því það geta ekki allir verið á Féló“

Brynjar íhugar að hætta við að hætta – „Því það geta ekki allir verið á Féló“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Króli skorar á Áslaugu Örnu og býður henni húsið sitt – „Þetta er samt aldrei að fara að gerast“

Króli skorar á Áslaugu Örnu og býður henni húsið sitt – „Þetta er samt aldrei að fara að gerast“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Staðan gjörbreytt í prófkjöri Sjálfstæðismanna – Brynjar hrynur niður listann

Staðan gjörbreytt í prófkjöri Sjálfstæðismanna – Brynjar hrynur niður listann
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur bíður með sigurdansinn – „Nóttin er ung“

Guðlaugur bíður með sigurdansinn – „Nóttin er ung“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum – „Ákaflega dapurt, svo ekki sé sterkara að orði kveðið“

Segir Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum – „Ákaflega dapurt, svo ekki sé sterkara að orði kveðið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Drífa skýtur aftur á PLAY – „Í því felst mikil vanvirðing“

Drífa skýtur aftur á PLAY – „Í því felst mikil vanvirðing“