fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Bjarni vill framlengja séreignasparnaðarúrræði – „Mikil kjarabót fyrir þúsundir Íslendinga“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 5. maí 2021 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælti rétt í þessu fyrir framlengdri heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á íbúðalán.

Gildandi heimild rennur út í sumar en Bjarni hefur lagt til að hún veðri framlengd fram á mitt ár 2021. Hann skrifar um þetta á Facebook:

„Rétt í þessu mælti ég fyrir framlengdri heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán. Gildandi heimild rennur að óbreyttu út í sumar, en með frumvarpinu legg ég til að hún verði framlengd fram á mitt ár 2023.

Um 60 þúsund manns hafa nýtt úrræðið, en um 160 milljarðar króna verið greiddir inn á lán einstaklinga með stuðningi stjórnvalda síðustu ár.
Úrræðið hefur gefist vel og reynst mikil kjarabót fyrir fjölda Íslendinga. Ég taldi því rétt að leggja til tímabundna framlengingu og treysti á að málið fái skjóta afgreiðslu á Alþingi.“
Frá þessu er einnig greint á vef Stjórnarráðsins þar sem segir að frá því að málið var sett í lög um mitt ár 2014 hafi að meðaltali 22 þúsund manns fengið greiðslur inn á höfuðstól íbúðalána á mánuði.  Alls hafi um 60 þúsund manns greitt séreign skattfrjálst inn á lán sín og síðust ár hafi alls um 160 milljarðar verið greiddir inn á lán einstaklinga „með stuðningi stjórnvalda“
Þar er vitnað í Bjarna :

„Úrræðið hefur gefist vel, reynst mikil kjarabót fyrir þúsundir Íslendinga og stuðlað að hraðari eignamyndun einstaklinga og fjölskyldna á húsnæðismarkaði. Með tilliti til þessa er taldi ég rétt að koma til móts við óskir fjölda einstaklinga og hagsmunasamtaka um framlengingu þess, og ég treysti á að málið fái skjóta afgreiðslu á Alþingi.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“