fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Seðlabankastjóri varar við hröðum vaxtahækkunum ef frekari launahækkana verður krafist

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 08:00

Ásgeir Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri, telur að tími sé kominn til að ríkið fari að draga úr fjárhagsstuðningi við fyrirtæki og heimili því bólusetningar gangi vel og útlit sé fyrir að efnahagsbati sé að hefjast. Hann varar við vaxtahækkunum ef frekari launahækkana verður krafist.

Þetta kemur fram í viðtali við Ásgeir í Markaði Fréttablaðsins í dag. „Það er engin framtíð í því fyrir landið að ætla að búa til hagvöxt með skuldsetningu og opinberum útgjöldum. Það er mun æskilegra ef okkur farnast að búa til þannig aðstæður að ný störf skapist í einkageiranum með hagstæðum fjármögnunarskilyrðum og þannig örva fjárfestingu í atvinnulífinu. Það er hin eðlilega leið og þess vegna verður ríkið að fara að stefna að því að draga sig í hlé og minnka hallareksturinn,“ er haft eftir Ásgeiri.

Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir í 1 prósent í gær úr 0,75 prósentum en þetta var í fyrsta sinn síðan í nóvember 2018 sem þeir hækka. Ástæðan er að verðbólgan hefur reynst þrálátari en spáð hafði verið. Ásgeir sagði að framhaldið velti á viðbrögðum vinnumarkaðarins og stjórnvalda á næstunni. „Ef það verður ekkert lát á hallarekstri ríkissjóðs eftir lok farsóttarinnar eða við sjáum áframhald á launahækkunum sem eru margfaldar á við það sem þekkist í öðrum löndum, þá er ljóst að það verður auðvelt að eyðileggja þá góðu samkeppnisstöðu sem við njótum núna,“ ef haft eftir Ásgeiri sem vísaði þar til lágra vaxta og hagstæðs gengis krónunnar.

„Ef við erum að fara að sjá ákall um launahækkanir til að bregðast við minni kaupmætti vegna aukinnar verðbólgu, þá verður Seðlabankinn neyddur til að þess að bregðast við strax. Það er engin spurning,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“