fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Dóra gagnrýnd fyrir árás sína á Sjálfstæðisflokkinn – „Hatur og heift“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 10:00

Dóra Björt Guðjónsdóttir (t.v.) og Kolbún Baldursdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, um Sjálfstæðisflokkinn, á fundi borgarstjórnar í fyrradag, þar sem nýbirtur ársreikningur borgarinnar var kynntur, hafa vakið mikla athygli og harða gagnrýni sumstaðar. Dóra Björt sagði:

„Ég vil leggja áherslu á og undirstrika að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi fyrir styrkri fjármálastjórn, hvorki hér né annars staðar. Hans helsta áróðursmarkmið er að láta fólk trúa því að hann sé ofboðslega ábyrgur þegar kemur að fjármálum en hann er það ekki,“ sagði Dóra og sagði ennfremur: „Sjálfstæðisflokkurinn og hans stjórnun er ekki ábyrg, ekki heiðarleg og ekki góð.”

Meðal þeirra sem andmæltu þessum málflutningi var Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún fór yfir málið í stuttri Facebook-færslu í gær:

„Enda þótt ég ætli ekki að gerast neinn sérstakur verndari borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks þá er það innbyggt í mig að koma þeim til varnar sem sparkað er í. Heift meirihlutans í garð borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna í borgarstjórn birtist í myndum sem stríða langt umfram siðareglur sem meirihlutinn setti sjálfum sér. En svona hatur og heift sem borgarfulltrúinn og Píratinn Dóra Björt sýndi í garð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í dag á fundi sem ræða átti Ársreikning borgarinnar 2020 hlýtur að éta manneskju upp að innan. Ég gat ekki orða bundist.“

„Smekkleysan á sér engin takmörk“

Farið er yfir málið í Staksteinum Morgunblaðsins í dag og Dóra sökuð um smekkleysi:

„Smekk­leys­an á sér fá tak­mörk í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Á þriðju­dag var í borg­ar­stjórn rætt um fjár­mál borg­ar­inn­ar. Full­trú­um meiri­hlut­ans líður illa í slíkri umræðu, þar sem þeir hafa árum sam­an safnað skuld­um eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn. Það rétt­læt­ir þó ekki orð sem féllu á fund­in­um.

Sjálf­stæðis­menn í borg­ar­stjórn hafa gagn­rýnt þessa óráðsíðu og á fyrr­nefnd­um fundi greip Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir pírati til þess að hella úr skál­um reiði sinn­ar yfir þenn­an stjórn­mála­flokk og sagði hann óá­byrg­an og skaðleg­an, þröng­sýn­an og gam­aldags. Svo bætti hún um bet­ur og full­yrti: „Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er í raun kýli á sam­fé­lag­inu. Hann er hreint og beint hættu­leg­ur sam­fé­lag­inu.“

Þarna er borg­ar­full­trú­inn að tala um þann flokk sem hef­ur lang­mest­an stuðning allra flokka á land­inu og hef­ur inn­an vé­banda sinna tugþúsund­ir lands­manna. Það er kýlið, að mati borg­ar­full­trú­ans, því að flokk­ur­inn er ekk­ert annað en flokks­menn­irn­ir.“

Morgunblaðið segir að forseti borgarstjórnar hefði átt að grípa hér inn í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki