fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Sjáðu hverjir kusu með sóttvarnarhótelinu á Alþingi í nótt – Aðeins 28 þingmenn sögðu já

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 10:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi samþykkti í nótt frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnarlögum og lögum um útlendinga. Frumvarpið heimilar ráðherra að skylda ferðamenn frá skilgreindum há-áhættusvæðum sem ekki eiga sér öruggan stað til þess að dvelja í sóttkví hér á landi til þess að dvelja í sóttkvíarhúsi.

Lögin eru til bráðabirgða og gilgda til 30. júní þessa árs.

Þeir ferðamenn sem koma frá, eða hafa dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um, þurfa nú að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttkvíarhúsi. Þó er sóttvarnalækni heimilt að veita undanþágu frá þeirri skyldu ef viðkomandi ferðamaður getur sýnt fram á að hann geti dvalið heima hjá sér eða í öðru húsnæði á hans vegum og uppfyllt þar öll skilyrði sóttkvíar. Ferðamenn sem koma frá hááhættusvæðum og vilja nýta sér þessa undanþágu þurfa að sækja um hana til sóttvarnalæknis tveimur sólarhringum fyrir komu til landsins, hið minnsta.

Ráðherra ákveður hvaða svæði teljast til hááhættusvæða með reglugerð sem endurskoða þarf eigi sjaldnar en á tveggja vikna fresti.

Þá hefur ráðherra heimild til 30. júní til þess að banna útlendingum frá hááhættusvæðum að koma til landsins. Undanþáguheimild er vegna búsetu hér á landi eða brýnna erindagjörða.

Lögin í heild má sjá hér.

Frumvarpið samþykkt með minnihluta atkvæða

Heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpinu klukkan 14:45 í gær og var það samþykkt um 14 klukkustundum síðar, eða á fimmta tímanum í nótt. Fyrsta umræða stóð til 17:50 þegar samþykkt var að vísa frumvarpinu til velferðarnefndar.

Nefndin fjallaði um frumvarpið fram á nótt en breytingar voru gerðar á frumvarpinu í nefndinni. Það vakti athygli sumra að nefndarálitið sem samþykkt var kom ekki frá meirihluta nefndarinnar heldur frá 1. minnihluta hennar. Helstu breytingarnar sem urðu á frumvarpinu voru breytingar á orðalagi og að listi yfir hááhættusvæði skuli vera fest í reglugerð ráðherra.

Önnur umræða hófst á þriðja tímanum og stóð í um eina og hálfa klukkustund. Að ellefu atkvæðagreiðslum um breytingatillögur á frumvarpinu loknum fór málið í þriðju og síðustu umræðuna á þingi og var loks kosið um lögin klukkan 04:18 í nótt.

Atkvæðagreiðsla að lokinni 3. umræðu fór svo:

Já sögðu 28 þingmenn, eða 44,4% þingheims. Þeir þingmenn eru:

Ari Trausti Guðmundsson, VG
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokki
Ásmundur Einar Daðason, Framsókn
Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, VG
Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki
Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki
Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki
Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsókn
Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki
Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki
Katrín Jakobsdóttir, VG
Kolbeinn Óttarsson Proppé, VG
Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki
Lilja Alfreðsdóttir, Framsókn
Lilja Rafney Magnúsdóttir, VG
Líneik Anna Sævarsdóttir, Framsókn
Ólafur Þór Gunnarsson, VG
Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki
Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki
Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsókn
Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsókn
Steingrímur J. Sigfússon, VG
Steinunn Þóra Árnadóttir, VG
Svandís Svavarsdóttir, VG
Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki
Willum Þór Þórsson, Framsókn
Þórarinn Ingi Pétursson, Framsókn

Nei sögðu tveir þingmenn:

Olga Margrét Cilia, Pírötum
Sigríður Á Andersen, Sjálfstæðisflokki

Atkvæðagreiðslan var eftir flokkslínum. Þannig greiddi enginn stjórnarandstöðuþingmaður atkvæði með frumvarpinu, heldur sátu þeir allir hjá eða voru fjarverandi, nema einn þingmaður Pírata. Eins greiddu allir þingmenn Sjálfstæðisflokks með frumvarpinu nema einn, Sigríður Á Andersen. Brynjar Níelsson, sem hefur verið hávær í gagnrýni sinni á aðgerðum sóttvarnalæknis, kaus með frumvarpinu.

Þá voru tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks fjarverandi, en vitað er að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var á Akureyri í nótt en hann tók þátt í vefráðstefnu með John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna um málefni Norður-heimskautsins í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki