fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Eyjan

Gísla Marteini heitt í hamsi eftir ásakanirnar – „Menn komnir á ansi miklar villigötur“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 12:26

Gísli Marteinn Baldursson Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn er einn helsti talsmaður þess að lækka hámarkshraða innan Reykjavíkur og hefur þá sérstaklega beint sjónum sínum að Vesturbænum og götunni sem hann býr við. Hann hefur látið skoðun sína flakka á Facebook og Twitter seinustu daga og er ekki hræddur við að láta sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn, heyra það fyrir að vera á móti hugmyndinni.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, telur Gísla vera að brjóta siðareglur RÚV með skrifum sínum en samkvæmt þriðju grein þeirra þá má starfsfólk ekki taka þátt í pólitískri umræðu á samfélagsmiðlum. Í þeim segir meðal annars:

„Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð, tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þar á meðal á samfélagsmiðlum.“

Í samtali við DV segir Gísli að þegar hann hóf störf hjá RÚV var hann að koma beint úr pólitíkinni og voru hann og stjórnendur RÚV sammála um það að skyldi ekki skrifa undir þessar siðareglur þar sem hann þyrfti að geta tjáð sig um samfélagsmál og að það væri æskilegt fyrir báða aðila.

Gísli telur hins vegar umræðu um lækkun hámarkshraða á götu sem hann býr við ekki vera pólitíska umræðu. Því geti umræðan sem hann hefur flutt ekki talist vera brot á siðareglunum og því fellur málflutningur Vigdísar um sig sjálfan, þrátt fyrir að Gísli hafi aldrei skrifað undir téðar reglur.

„Ég er að tjá mig um umferðarhraða í götunni fyrir utan hjá mér. Ég tel að ef starfsmenn RÚV mega ekki lengur taka þátt í foreldrafélagi Melaskóla eða megi ekki lengur berjast fyrir því að hámarkshraði í götunni þeirra sé lækkaður, þá eru menn komnir á ansi miklar villigötur,“ segir Gísli en honum var verulega heitt í hamsi á meðan hann ræddi þetta. Hann segir marga fjölmiðlamenn hafa misskilið umræðuna og vísar þessum ásökunum á bug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn afglæpavæðingu – „Hvenær gáf­umst við upp á bar­átt­unni við eit­ur­lyfja­barón­ana?“

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn afglæpavæðingu – „Hvenær gáf­umst við upp á bar­átt­unni við eit­ur­lyfja­barón­ana?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarni vill framlengja séreignasparnaðarúrræði – „Mikil kjarabót fyrir þúsundir Íslendinga“

Bjarni vill framlengja séreignasparnaðarúrræði – „Mikil kjarabót fyrir þúsundir Íslendinga“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur hjólar í Drífu – „Það er sorglegt að lesa frá forseta ASÍ svona rakalausa þvælu“

Vilhjálmur hjólar í Drífu – „Það er sorglegt að lesa frá forseta ASÍ svona rakalausa þvælu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svarar Mogganum fullum hálsi : „Fimmtíu milljarða skattahækkun“

Svarar Mogganum fullum hálsi : „Fimmtíu milljarða skattahækkun“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Vondir embættismenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fordæmalaust kjördæmaflakk Kolbeins – Á öflugan stuðning í Reykjavík

Fordæmalaust kjördæmaflakk Kolbeins – Á öflugan stuðning í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Diljá sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins