fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Eyjan

Meirihlutinn í Reykjavík vildi ekki kortleggja asbest í leik- og grunnskólum – Getur valdið lungnakrabbameini

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 10:00

Valgerður Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir ári síðan bauð Reykjavíkurborg fólki úr skapandi greinum að sækja um leiguhúsnæði í Gufunesi. Húsnæðið er í eigu Reykjavíkurborgar og átti fólk að lagfæra rýmin sjálft. Þegar unnið var við húsnæðið í nóvember síðastliðnum vaknaði grunur um að asbest væri í byggingunni.

Vinnueftirlitið kannaði málið og bannaði vinnu í byggingunni þar sem sýni staðfestu að asbest væri að finna víða í húsnæðinu. Asbest hefur verið lítið notað síðan árið 1983 þar sem að innöndun á asbestryki getur valdið mjög alvarlegum sjúkdómum, til dæmis krabbameini í lungum.

Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ræðir mál þetta í pistil sem hún ritar í Morgunblaðið í dag. Hún hefur lagt fram tillögu um Heilbrigðiseftirlitið gerði úttekt á stöðu asbests í stofnunum borgarinnar, þá sérstaklega í leik- og grunnskólum.

„Þess­ari til­lögu var hafnað af meiri­hlut­an­um þar sem hún þótti of kostnaðar­söm og henni myndi fylgja mikið rask. Nú er það svo að á vef Vinnu­eft­ir­lits­ins seg­ir: „Hætt­an sem fylg­ir asbesti er þó eng­an veg­inn úr sög­unni því mikið magn asbests finnst enn í bygg­ing­um, vél­um og bát­um sem fyrr eða síðar þarf að rífa eða gera við. Þessi staðreynd set­ur þær lang­tíma­kröf­ur á stjórn­völd og fyr­ir­tæki að til séu regl­ur sem hægt er að vísa til í slík­um til­fell­um.“ Nú hef­ur meiri­hlut­inn í Reykja­vík neitað að kort­leggja hvar asbest er að finna í borg­inni. Það er með öllu ótækt að sú vitn­eskja sé ekki til staðar og skráð hjá Reykja­vík­ur­borg. Ef Reykja­vík­ur­borg fer ekki að skrá hjá sér hvar asbest eða grun­ur um hvar asbest sé að finna eig­um við það á hættu að fjöldi fólks geti andað að sér asbes­tryki með al­var­leg­um af­leiðing­um,“ segir Valgerður og bendir á að það sé mikilvægt að tryggja það að þegar skaðleg efni líkt og asbest finnast í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar, að skýrir ferlar séu til staðar.

„Því verður að setja strang­ar vinnu­regl­ur og safna upp­lýs­ing­um um hvar asbestið er að finna svo að hægt sé að gera ráðstaf­an­ir þegar þarf að vinna í hús­næði þar sem það finnst, til að tryggja að hvorki börn, starfs­menn né aðrir sem eiga leið um hús­næðið verði fyr­ir meng­un,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ísland hefur enn ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Ísland hefur enn ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór sagði sig úr Dómarafélaginu – Ósáttur við siðareglur félagsins

Arnar Þór sagði sig úr Dómarafélaginu – Ósáttur við siðareglur félagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svarar Mogganum fullum hálsi : „Fimmtíu milljarða skattahækkun“

Svarar Mogganum fullum hálsi : „Fimmtíu milljarða skattahækkun“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Vondir embættismenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mikil óvissa í efnahagslífinu – Hvað gerist í sumar?

Mikil óvissa í efnahagslífinu – Hvað gerist í sumar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur segir áhyggjufulla foreldra hafa komið til sín með bréf frá Reykjavíkurborg – „Viðbrögð þeirra eru skiljanleg“

Ólafur segir áhyggjufulla foreldra hafa komið til sín með bréf frá Reykjavíkurborg – „Viðbrögð þeirra eru skiljanleg“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Milljarðaplan ríkisstjórnarinnar kynnt – „Við erum að komast í gegnum þetta“ segir Ásmundur

Milljarðaplan ríkisstjórnarinnar kynnt – „Við erum að komast í gegnum þetta“ segir Ásmundur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Smáhýsin í Gufunesi kostuðu 33 milljónir hvert

Smáhýsin í Gufunesi kostuðu 33 milljónir hvert