fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Eyjan

Reykjavíkurborg segir kristinfræði geta ýtt undir fordóma

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 5. mars 2021 12:00

Birgir Þórarinsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg sendi frá sér á dögunum umsögn, vegna frumvarps frá þingmönnum Miðflokksins ásamt Sjálfstæðismönnunum Brynj­­ari Níels­­syni og Ásmundi Frið­­riks­­syni, um að kristinfræði yrði aftur kennd í grunnskólum. Síðan árið 2008 hafa kristin fræði verið kennd sem hluti af faginu trúarbragðafræði og til var lagt að nafn fagsins yrði breytt í „kristinfræði og trúarbragðafræði“ ásamt því að vægi kristinfræði í kennslunni yrði aukin.

Flutningsmenn frumvarpsins segja að nem­endur verði að vera búnir undir að lifa í fjöl­breyttu lýð­ræð­is­­legu sam­­fé­lagi og takast á við marg­vís­­leg úrlausn­­ar­efni sem þeirra bíða í breyttum heim­i og að kristinfræði muni auka skiln­ing, umburð­­ar­­lyndi og víð­­sýni. Einnig telja þeir að með fjölgun fólks á Íslandi af erlendum uppruna sé mikilvægt að auka umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum og að besta leiðin til að auka hana sé með sér­­stakri fræðslu um ríkj­andi trú lands­ins, kristni.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendi Reykjavíkurborg beiðni um umsögn vegna frumvarpsins og í umsögn borgarinnar tekur hún undir það að það sé mikilvægt að auka umburðarlyndi Íslendinga gagnvart fólki frá öðrum menningarheimum. Hins vegar sé aukin kristinfræði ekki lykillinn að því.

„Aftur á móti er mikilvægt að fjalla almennt um trúarbrögð og lífsskoðanir án þess að kennslan gefi einni trú eða ákveðnum lífsskoðunum meira vægi en öðrum trúarbrögðum eða lífsskoðunum. Slík nálgun getur ýtt undir þröngsýni og fordóma. Með því að leggja sérstaka áherslu á fræðslu um kristna trú er óbeint verið að senda nemendum og kennurum þau skilaboð að kristni sé mikilvægari eða á einhvern hátt betri en önnur trúarbrögð eða aðrar lífsskoðanir,“ segir í umsögninni og bæta við að fráleitt sé að segja að umburðarlyndi aukist sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, umfram önnur trúarbrögð og skoðanir.

Reykjavíkurborg telur mikilvægt að kennsla um trúarbrögð fari fram á hlutlausan hátt og að námsgreinin taki mið af þeirri þróun sem orðið hefur í samfélaginu. Námið þurfi að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi og kenna nemendum að bera virðingu fyrir fólki óháð trú, trúleysi eða öðrum skoðunum. Markmið kennslunnar þarf að vera að auka skilning nemenda á ólíkum hefðum og lífsgildum og hvetja til fordómalausra umræðna sem einkennast af umburðarlyndi og virðingu.

Í samantekt umsagnarinnar segir að eðlilegt er að ríkjandi trúarbrögð fái viðeigandi umfjöllun en að hlutlægni verður að vera í kennslunni ef nemendur eiga að öðlast umburðarlyndi og gagnkvæma virðingu fyrir skoðunum annara.

„Að öðrum kosti getur kennsla um trúarbrögð orðið þess valdandi að ýta undir þröngsýni og fordóma. Reykjavíkurborg leggst því alfarið gegn þeim breytingum sem lagðar eru til með frumvarpi þessu,“ en Guðrún Elsa Tryggvadóttir, lögfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar skrifar undir umsögnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hvað er að Sadio Mané?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsóknarmenn leggja fram frumvarp varðandi breytingar á áfengislögum

Framsóknarmenn leggja fram frumvarp varðandi breytingar á áfengislögum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar segir að ráðist sé á meðlimi siðanefndar RÚV – „Mér finnst að Föstudagurinn langi eigi að vera dagur uppljóstrara“

Brynjar segir að ráðist sé á meðlimi siðanefndar RÚV – „Mér finnst að Föstudagurinn langi eigi að vera dagur uppljóstrara“