fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Eyjan

Ólga í lokuðum hópi Samfylkingarinnar – Dularfullar úthringingar, klíkuaðferðir og takmörkun á skoðunum

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 15:15

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„NÝJAR REGLUR UM SAMSKIPTI Í LOKUÐUM FACEBOOK HÓPI FÉLAGA SAMFYLKINGARINNAR,“ skrifaði Kjartan Valgarðsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, í lokuðum hóp félaga Samfylkingarinnar. Stjórn Samfylkingarinnar stendur á bak við umræddar reglur. Óhætt er að segja að innlegg Kjartans um reglurnar hafi ekki fallið vel í kramið hjá öllum meðlimum hópsins. Mannlíf og Hringbraut vöktu athygli á málinu.

Innlegg Kjartans hefst með því að stjórn Samfylkingarinnar útskýrir hvers vegna ákveðið hefur verið að herða reglurnar innan hópsins. „Lokaður hópur á Facebook fyrir félaga í Samfylkingunni hefur verið til staðar um nokkurra ára skeið. Þar hafa farið fram gagnlegar, uppbyggilegar og frjóar samræður og rökræður um stjórnmál, Samfylkinguna, jafnaðarstefnuna og leiðir til að bæta okkar samfélag. Því er ekki að neita að stundum fara umræður út fyrir það sem eðlilegt er og æskilegt í svona hópi. Þar er átt við óviðeigandi ummæli um aðra félaga í hópnum, virðingarleysi, dónaskap og jafnvel einelti,“ segir í færslunni.

„Nokkur fjöldi félaga hefur komið þeirri skoðun á framfæri við forystufólk í flokknum að hér verði að grípa í taumana og setja hópnum reglur sem hygla samskiptum sem byggja á málefnum og virðingu fyrir skoðunum annarra, á kostnað dónaskapar, ásakana og almennt óviðeigandi ummæla. Þeirri skoðun hefur einnig verið komið á framfæri að loka beri hópnum, og þá vísað í fordæmi annarra flokka sem ýmist eru að taka rækilega til í sínum hópi, eins og Píratar, eða eru ekki með sambærilega hópa, heldur eingöngu opinbera og opna Facebook síðu.

Okkur er ljóst að allt orkar tvímælis þá gert er. Okkur er ljóst að línan milli þess sem er viðeigandi og óviðeigandi, æskilegt og óæskilegt, uppbyggjandi og niðurrífandi, er ekki skýr. Það breytir ekki því að flokkurinn ber ábyrgð á því sem fram fer innan hans eigin veggja.“

Nýju reglurnar

Þá eru nýju reglurnar birtar. Í þeim kemur fyrst fram að stjórnendur hópsins þurfi að samþykkja innlegg í hópinn áður en það birtist. Stjórnendurnir eru 6 starfsmenn flokksins og 6 fulltrúar í framkvæmdastjórn.

„Eftirfarandi reglur gilda svo um athugasemdir við færslur í hópnum:

Passaðu að sýna virðingu í því sem þú skrifar.

Athugasemdir þínar eiga að tengjast upphafsinnlegginu.

Sýndu öllum virðingu í skrifum þínum. Ef þér mislíkar eitthvað sem hér er skrifað ertu hvattur/hvött til að tilkynna það.

Ómálefnalegar athugasemdir eru ekki leyfðar.

Óviðeigandi, stuðandi, hæðnisfullar og meiðandi athugasemdir eru ekki leyfðar.

Árásir á einstaka félaga og einelti er ekki leyft.

Augljóslega rangar upplýsingar og lygar eru ekki leyfðar.“

Að lokum kemur fram að ef einver brýtur gegn þessum reglum verður þeim skrifum eytt og verður fólki jafnvel hent úr hópnum fyrir brot á reglunum. „Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn.“

Dularfullar úthringingar, klíkuaðferðir og takmörkun á skoðunum

Ljóst er að meðlimir hópsins eru ekki allir ánægðir með þessar reglur. Í athugasemdum við færsluna er ákvörðunin gagnrýnd en auk þess hafa nokkrir meðlimir flokksins skrifað nýjar færslur til að skjóta á þessar nýju reglur. Einar Kárason, rithöfundur og varaþingmaður flokksins, er á meðal þeirra sem tjá sig um reglurnar. „Hér duga greinilega ekkert minna en hástafir. Pólítbíró hefur talað!“ skrifar Einar.

Karl Th. Birgisson, fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar segir líka sína skoðun á nýju reglunum. Miðað við skrif hans virðist vera sem hann óttist þá vegferð sem flokkurinn er á. „Nú eru síðustu forvöð að tjá sig hér án sérstaks leyfis fáeinna einstaklinga. Ég ætla að gera það. Mér sýnist mjög ákveðin tilhneiging uppi í flokknum hina seinni mánuði. Hún er í átt að þrengingu og lokun,“ segir Karl og nefnir svo þrjá hluti sem sýna þessa þrengingu og lokun.

„Fyrst með klíkuaðferðum við val á framboðslista í stærstu kjördæmunum, þar sem fáir ákveða í stað nokkurra þúsunda. Í þessu felst enginn dómur um niðurstöðuna, aðeins um aðferðina og meðfylgjandi áhrif,“ segir Kári og nefnir svo úthringingar sem eru vægast sagt dularfullar. „Svo með úthringingum þar sem fólki er boðið að fyrra bragði að fara úr flokknum. Um þetta eru allnokkur dæmi og enn óútskýrt hvað býr að baki. Loks með því að takmarka skoðanaskipti hér við það sem enn þrengri hópi þykir viðurkvæmilegt og viðeigandi, eða bara smekklegt.“

Að lokum segir Karl að stórir flokkar séu opnir og lýðræðislegir, skoðanaskipti eru leyfð í þeim, jafnvel þó þau séu harkaleg og um einstaklinga. Hann segir það einkenna litla flokka að þeir séu þröngir og lokaðir. „Þar eru sjónarmið útilokuð og fólki úthýst. Setjið upp tímalínu framboðsmál flokksins í Reykjavík og fylgistap. Fjögur til fimm prósentustig í hverri könnun á fætur annarri er staðfest og raunverulegt fylgistap. Engin heimsins meðvirkni og sjálfhælni, útilokanir eða hömlur á tjáningu breyta þessu. Þau eru varnarviðbrögð hins óttaslegna, ekki flokks með sjálfstraust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Arsenal
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur setti Twitter á hliðina – „Heldur hann virkilega að einhver trúi þessu?“

Sigmundur setti Twitter á hliðina – „Heldur hann virkilega að einhver trúi þessu?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar neikvæður og rauk beint í Ríkið – „Sennilega rétt hjá Þorvaldi Gylfasyni að spillingin sé grasserandi“

Brynjar neikvæður og rauk beint í Ríkið – „Sennilega rétt hjá Þorvaldi Gylfasyni að spillingin sé grasserandi“