fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Eyjan

Segir auðveldara að panta fíkniefni en pizzu

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 10:00

Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgrímur Hermannsson, matreiðslumeistari, birti í dag pistil á vísir.is þar sem hann veltir fyrir sér fíkniefnavanda Íslendinga og hvað sé hægt að gera í honum.

„Áður en lengra er haldið skal það vera öllum ljóst að þessi grein mælir hvorki með notkun löglegra eða ólöglegra vímuefna. Besta forvörnin er ávallt bindindi. Að því sögðu hefur bindindis- og bannstefnan ekki borið neinn árangur á þeim sviðum þar sem hún hefur verið reynd, hvorki í kynfræðslu né vímuefnafræðslu,“ segir Ásgrímur og segir að það sé auðveldara að panta eiturlyf í gegnum smáforrit en að panta pizzu. Fíkniefnaheimurinn sé alltaf vakandi og alltaf einhver reiðubúinn að veita þér næsta skammt.

Maðurinn sem kemur með eiturlyfin er þó ekki jafn vingjarnlegur og maðurinn sem kemur með pizzuna, segir Ásgrímur. Hann minnir á að fíkn er heilbrigðisvandamál og það þurfi að veita fólki hjálparhönd.

„Ekki útskúfa það úr samfélaginu og ýta þeim í fang aðila sem flest allir eru sammála að eigi ekki að grípa þau. Aðila sem grípa þá veiku og ýta þeim út í slíka örbirgð að rán, vændi og ofbeldi verða greiðslumöguleikar fyrir næsta skammt. Við sem samfélag höfum ýtt veiku fólki í fang glæpamanna því að við viljum helst ekki horfast í augu við þá einföldu staðreynd að vímuefni hafa fylgt mannkyninu frá upphafi og eru ekki að fara neitt í bráð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr.“

Hann hrósar verkefnum eins og Frú Ragnheiður sem veita þessum fólki, sem hefur verið ýtt út í kuldann, hjálp. Það að veita fólki hreinar sprautunálar getur bjargað mannslífum, að hans mati.

Pistillinn endar á kröftugum orðum þar sem hann segir okkur þurfa að horfast í augu við blákaldan veruleikann og ræða regluvæðingu fíkniefnamarkaðsins.

„Hvernig við getum komið honum úr höndum glæpamanna og aðstoðað þá sem vilja leita sér aðstoðar. Þangað til að vímuefnaneytendur vilja leita sér aðstoðar er það minnsta sem við getum gert að veita þeim aðgang að hreinum efnum, prófuðum efnum, hreinum aðbúnaði og gert allt sem í okkar valdi stendur til að hrifsa þau til baka úr klóm þeirra sem nærast á neyð þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vill breyta nafni Norðurþings

Vill breyta nafni Norðurþings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Valdið sem felst í bjöllunni – Brennivínsréttindin þóttu eftirsóknarverð

Valdið sem felst í bjöllunni – Brennivínsréttindin þóttu eftirsóknarverð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að það sé ekki bara kreppa heldur líka blússandi góðæri

Segir að það sé ekki bara kreppa heldur líka blússandi góðæri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðjón segir frá því hvers vegna hann yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn – Sakar Bjarna um að vilja ganga í ESB

Guðjón segir frá því hvers vegna hann yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn – Sakar Bjarna um að vilja ganga í ESB