fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Ólga í beinni útsendingu – „Fyrir neðan allar hellur“ – „Þetta er beinlínis rangt hjá Helgu Völu“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 26. mars 2021 10:52

Ásthildur og Helga - Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og frambjóðandi fyrir Flokk fólksins í komandi þingkosningum, líkir starfsemi Samfylkingarinnar við heimilisofbeldi í pistli sem hún birti á Vísir.is í vikunni. Í pistlinum segir hún Samfylkinguna tala fallega um réttindi einstaklinga en um leið og standa eigi við fallegu orðin og horfast í augu við sjálfa sig og sín mistök þá standi flokkurinn aðeins með sjálfum sér og sínum.

Pistill Ásthildar var skrifaður í kjölfar ræðu sem Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt á Alþingi. Ræðan fjallaði um þann fjölda sem missti heimilið sitt í kjölfar bankahrunsins en Ásthildur segir að Oddný hafi orðið sér og Samfylkingunni til skammar með ræðunni.

„Til að gæta allrar sanngirni þá hefur Samfylkingin alveg staðið með einstaklingum. Það er að segja hún berst fyrir réttindum fárra en er alveg sama þó brotið sé á mörgum. Hún passar þannig mjög vel upp á að henni þóknanlegir einstaklingar, aðallega forréttinda konur, fái forréttinda störf en er hins vegar slétt sama um fjöldann og forðast stór mál þar sem miklir hagsmunir þúsunda eru undir, eins og heitan eldinn,“ skrifar Ásthildur og bætir við að Samfylkingin lítillækki fórnarlömb sín með því að skella skuldinni og skömminni á þau og tali til þeirra með fyrirlitningu og líkir því við heimilisofbeldi.

„Fyrir neðan allar hellur“

Ásthildur mætti í viðtal í beinni útsendingu í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í dag. Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingarinnar, mætti einnig í viðtalið og mótmælti hún orðum Ásthildar harðlega. „Ég hef starfað í þeim málaflokki, fyrir þolendur heimilisofbeldis, og mér finnst þetta vera algjörlega óboðleg umræða. Að gera lítið úr þolendum heimilisofbeldis með þessum hætti er bara fyrir neðan allar hellur. Ég vona að frambjóðandi Flokks fólksins muni í framtíðinni aðeins hugsa áður en hún talar þegar kemur að þessu,“ segir Helga í upphafi viðtalsins.

„Varðandi það að 10 þúsund heimili hafi verið boðin upp þá skulum við aðeins skoða hvað var gert á árunum eftir hrun. Í fyrsta lagi var stofnað embætti umboðsmanns skuldara sem kom mörgum til hjálpar, ekki öllum. Hvaða tölur erum við að tala um? Það er nefnilega búið að spyrja út í þetta og leggja fram skýrslubeiðnir um þetta, hvað þetta voru margar íbúðir og nauðungarsölur. Þetta eru ekki 10 þúsund heimili, það er bara ekki rétt.“

Þá bendir Helga á að á árinu 2009 sé hámark á nauðungarsölum. „Þá skulum við velta því fyrir okkur hvernig getur staðist á því ef þetta er í kjölfar hruns,“ segir Helga svo og bendir á að þetta hafi ekki verið allt heimili. „Þetta ferli tekur langan tíma, þetta eru ekki allt heimili. Þetta eru lögaðilar líka sem eiga þessar fasteignir, þetta eru stórar leigumiðlanir, þetta eru fasteignafélög sem spruttu upp eins og gorkúlur og fóru á hausinn á augabragði. Það er allt saman inni í þessum tölum.“

„Þetta er beinlínis rangt hjá Helgu Völu“

„Má ég aðeins?“ spyr Ásthildur þá og reynir að ná orðinu. „Nei bíddu fyrirgefðu, þú fékkst að tala mjög lengi áðan,“ segir Helga við því og svarar spurningu sem þáttastjórnandi Bítsins spurði varðandi hve mörg heimilin voru ef þau voru ekki 10 þúsund. „Þetta voru ekki 10 þúsund heimili, það er mikill munur, þessar tölur koma úr skýrslu.“

Ásthildur segist svo ekki vita hvaðan tölur Helgu koma og segir að það sé rangt hjá henni að um lögaðila sé líka að ræða. „Svar dómsmálaráðherra var mjög skýrt og þar kom fram að það hafi verið 10 þúsund heimili árið 2018 sem hafi farið í gegnum nauðungarsölu. Þetta er beinlínis rangt hjá Helgu Völu þegar hún segir að í þessari tölu séu lögaðilar og aðrir, þetta eru eingöngu lögaðilar. Það fer ekki á milli mála.“

Helga Vala vísar þá í vísindavefinn og segir að þar komi fram að frá árunum 2009-2013 hafi nauðungarsala á heimilum verið 5890. „Hluti af þeim hefðu átt sér stað þó ekkert hrun hefði orðið, út af tímarammanum, af því að hluti af þessu er inni á árinu 2009 og 2010, fyrri hluta ársins. Það eru augljóslega fjölskyldur sem komnar eru í vandræði. Og nú ætla ég ekki að gera lítið úr því, eins og frambjóðandi Flokks fólksins er að halda fram, að Oddný sé að gera lítið úr því þegar heimili fólks fer á nauðungarsölu. Það er auðvitað bara ósatt og alveg fráleitar dylgjur, það er mjög alvarlegt þegar fólk missir heimili sín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun