fbpx
Föstudagur 16.janúar 2026
Eyjan

ASÍ leggst gegn opnun landamæra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 10:19

Drífa Snædal Myndi: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands leggst gegn ráðgerðri opnun landamæra 1. maí gagnvart ferðamönnum, bólusettum við Covid-19, utan Schengen-svæðisins. Þess skal getið að bólusettir ferðamenn innan Evrópusambandsins hafa hingað til ekki þurft að fara í sóttkví við komu hingað til landsins. Með því að opna á bólusetta ferðamenn utan Schengen aukast möguleikar á að fjölga á ný ferðamönnum frá Bandaríkjunum og Bretlandi.

Ályktun ASÍ er eftirfarandi:

„Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar við áformum um opnari landamæri meðan bólusetningar hafa ekki náð þeim markmiðum sem að er stefnt. Ávinningurinn af þeim áformum er óljós. Horfa ber til þess að smit eru enn afar útbreidd í fjölmörgum löndum heims og þar á meðal eru nýrri afbrigði af veirunni sem enn er takmörkuð þekking á. Það er til mikils að vinna fyrir samfélagið á Íslandi að fólk sé frjálst ferða sinna innanlands í sumar og geti notið sumarleyfa og samvista án hertra aðgerða. Hætt er við að ferðaþjónustan og tengdar greinar geti borið meiri skaða af en ella ef opnunin verður til þess að grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða innalands.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Gerum eins og Svíar – förum inn í ESB með höfuðið hátt og til að hafa áhrif

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Gerum eins og Svíar – förum inn í ESB með höfuðið hátt og til að hafa áhrif
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Hafa skal það sem ljótara reynist

Sigmundur Ernir skrifar: Hafa skal það sem ljótara reynist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Já og nei, Vilhjálmur

Haraldur Ólafsson skrifar: Já og nei, Vilhjálmur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Lærdómur sögunnar

Björn Jón skrifar: Lærdómur sögunnar