fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Reglugerð birt í dag sem heimilar bólusettu fólki að koma til landsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 09:00

Ferðamenn í Leifsstöð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðuneytið mun í dag birta reglugerð sem kveður á um að fólki frá ríkjum utan Schengensamstarfsins verði heimilt að koma hingað til lands ef það hefur gild bólusetningarvottorð. Þar með opnast fyrir komur fólks frá Bretlandi og Bandaríkjunum en þjóðirnar eru meðal þeirra þjóða sem flestir ferðamenn hingað til lands koma frá.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að hún hafi ekki séð málefnalegar ástæður fyrir að mismuna þjóðum innan og utan Schengen og heldur ekki að hafa takmarkanir á komu bólusetts fólks frá ríkjum utan Schengen hingað til lands. Þær takmarkanir miðuðust við að hefta útbreiðslu veirunnar.

Hún sagðist ekki eiga von á neikvæðum viðbrögðum frá öðrum Schengenríkjum og benti á að Kýpur hafi gert álíka samning við Ísrael án þess að athugasemdir hafi verið gerðar.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði að um skynsamlega og hugaða ákvörðun væri að ræða hjá ríkisstjórninni og það verði að hrósa henni fyrir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið