fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Eyjan

Ferðaþjónustan fagnar opnun landamæranna – „Game changer“ segir Jóhannes

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 13:39

Jóhannes Þór Skúlason mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fagnar breytingum á ferðatakmörkunum á íslenskum landamærum innilega og segir breytingarnar „game-changer.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra sagði við blaðamenn í kjölfar ríkisstjórnarfundar í ráðherrabústaðnum í morgun að bólusetningarvottorð frá íbúum utan Schengen yrðu tekin gild. Fréttablaðið hafði eftir Þórdísi að hópurinn sem er bólusettur og með mótefnapróf væri sístækkandi og að viðurkenning á vottorðum þess efnis væri „stóra atriðið.“ Þá sagði hún breytinguna færa ferðaþjónustunni mörg tækifæri.

Undir þetta tekur Jóhannes sem var kátur með fréttirnar þegar blaðamaður DV náði tali af honum. „Ferðaþjónustan er kampakát með þessa breytingu. Þetta breytir stöðunni algjörlega og opnar á okkar mikilvægustu markaði þannig að fólk sem er bólusett getur komið til Íslands og farið að bóka sér ferðir.“

„Þetta er algjör „game-changer“ og nú er hægt að fara að vinna í markaðssetningu af alvöru á ný,“ segir Jóhannes.

Jóhannes segir þá að næstu skref væru að sjá breytingarnar sem Svandís Svavarsdóttir boðaði í kastljósinu í gærkvöldi. Þar sagði hún að fólk muni frá 1. maí næstkomandi geta komið frá Evrópu til Íslands án þess að þurfa að sæta sóttkví. „Það þýðir þá að við erum komin með markað sem við getum farið að vinna í og gengið á,“ útskýrir hann.

Um helgina var ár liðið frá því að Bandaríkin lokuðu á ferðamenn frá Schengen ríkjunum. Reyndist sú ákvörðun ein sú allra afdrifaríkasta og má segja að ferðamennska hafi að fullu lognast út í kjölfar þeirrar ákvörðunar. Jóhannes segir að þegar Evrópa og Bandaríkin vinda ofan af sínum takmörkunum verði hægt að tala um opna markaði á ný. Það væri stærsta skrefið, segir Jóhannes.

„Ég verð að hrósa ríkisstjórninni, ferðamálaráðherra og dómsmálaráðherra fyrir að taka þarna hugaða ákvörðun með hagsmuni landsins að leiðarljósi, þar sem við munu getað farið að hleypa fólki hér inn og nýta sér sérstöðu Íslands sem eyju,“ segir Jóhannes að lokum. „Það er frábært að sjá ríkisstjórnina taka þessa afstöðu til að verja hagsmuni lands og þjóðar.“

Ljóst er að margir hafa talað gegn frekari opnun landamæra og talað um að skynsamlegra væri að halda landamærum lokuðum eftir fremsta megni með stífum sóttvarnartakmörkunum. Jóhannes segist ekki sjá að aðgerðirnar geti skapað áhættu. „Ég get ekki séð að fólk geti kvartað mikið yfir því að verið sé að hleypa fólki inn sem búið er að fá bólusetningu. Eins og Þórólfur [Guðnason sóttvarnalæknir] hefur sjálfur sagt skiptir það faraldsfræðilega engu máli hvort bólusettur einstaklingur beri evrópskt vegabréf eða bandarískt, það hefur allt verið bólusett,“ segir Jóhannes sem getur ekki ímyndað sér hvernig áhættan af bólusettum bandarískum ferðamanni ætti að vera meiri en af bólusettum evrópskum ferðamanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt