fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Eyjan

Segir að Guðlaugur Þór þurfi að færa rök fyrir sínu máli – „Stjórnmálamenn!… hættið að plata okkur“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 18:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú keppast fjölmiðlar við að gera upp forsetatíð Trumps. Miðillinn Fact Checker sem hefur fylgst með honum allt kjörtímabilið hefur fundið út að 30.573 sinnum sagði hann ósatt eða var með villandi fullyrðingar, sem þýðir að hann hafi farið með rangt mál 21 sinni á dag í þann 1.461 dag sem hann var forseti. Og það á aðeins við um það sem hann sagði opinberlega.“

Svona hefst pistill sem Thomas Möller skrifar og birtist í bakþönkum Fréttablaðsins en Thomas segir þetta vera góða áminningu fyrir leiðtoga í stjórnmálum, stofnunum og fyrirtækjum. „Það verður æ erfiðara að fara með rangt mál. Réttmæti fullyrðinga má kanna á Google og fjölmargir miðlar sérhæfa sig í sannreyningu eins og fyrrnefndur Fact Checker,“ segir Thomas.

„Að mínu mati er það einn mikilvægasti eiginleiki stjórnmálamanna og stjórnenda að segja satt og rétt frá málum. Ýkjur eða ósannindi komast upp um síðir. Það kemur þeim fyrr eða síðar í koll ef þeir verða uppvísir að því að segja ósatt. Það sannaðist til dæmis í hruninu, þegar almenningi var sagt að bankarnir væru fjárhagslega sterkir fram á síðasta dag.“

Þegar Thomas var að skrifa þennn pistil segist hann hafa lesið tvö viðtöl við Guðlaug Þór Þórðarsson utanríkisráðherra. Thomas segir að í viðtalinu hafi Guðlaugur fullyrt að vöruverð í landinu muni hækka tilfinnanlega við hugsanlega inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

„Með einföldu gúgli fann ég ábendingu Hagstofunnar um að verðlag á Íslandi er nú þegar það hæsta í Evrópu eða um 20-66% hærra en að meðaltali í Evrópu. Mér finnst að ráðherrann þurfi að færa rök fyrir sínu máli, en það er ákveðin mótsögn falin í því að fullyrða að verðlag hér á landi muni hækka við það að ganga í samband þjóða þar sem verðlagið er þegar mun lægra fyrir,“ segir Thomas og kemur með sterk skilaboð að lokum. „Stjórnmálamenn!… hættið að plata okkur, það er svo auðvelt að afsanna rangar fullyrðingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Særindi og drama í Pírötum – „Vanþakklæti og vantraust eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann“

Særindi og drama í Pírötum – „Vanþakklæti og vantraust eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði