fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Eyjan

Katrín vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi – „Leiddi á þeim tíma mjög harða kjarabaráttu“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 10:11

Katrín Sif, mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar ljósmæðrafélags Íslands vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Katrín sendi á fjölmiðla í morgun. Katrín Sif er 45 ára hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún er gift Aðalsteini Ingólfssyni og eiga þau samtals átta börn. Sem stendur starfar hún sem ljósmóðir í mæðravernd og sinnir heimafæðingaþjónustu.

Katrín Sif var formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands og sat í stjórn félagsins á árunum 2017-2019. „Katrín leiddi á þeim tíma mjög harða kjarabaráttu þar sem áhersla var lögð á að allt skyldi vera uppi á borðum, á gagnsætt ferli með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi,“ segir í tilkynningunni. Hún var einnig í samstarfsnefnd BHM og Ljósmæðrafélags Íslands um endurnýjun stofnanasamninga á heilbrigðisstofnunum frá ársbyrjun 2017-2020. „Félagsmál hafa verið Katrínu Sif hugleikin og hefur hún verið ötul í baráttu fyrir lögleiðingu nýrrar stjórnarskrár, og er þátttakandi í Samtökum kvenna um nýja stjórnarskrá sem og í Stjórnarskráfélaginu.“

Katrín Sif segir frá því hvers vegna hún ákvað að bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi. „Ég býð mig fram í Norðvesturkjördæmi vegna þess að ég tel að reynsla mín og kraftar muni nýtast því kjördæmi einna best á næsta kjörtímabili. Ég á ættir að rekja vestur og hef starfað þar sem ljósmóðir með hléum undanfarin ár bæði á Patreksfirði og á Ísafirði. Ég veit því hversu mikilvægt það er fyrir íbúa kjördæmisins að fá öflugan talsmann fyrir traustu aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni til liðs við sig,“ segir hún.

„Ég hef komið víða að í heilbrigðiskerfinu, bæði sem þjónustuveitandi, þjónustuþegi og aðstandandi. Ég hef staðið ölduna í því kerfi í gegnum súrt og sætt, hrun og faraldur og þannig séð, heyrt og lært. Allt er þetta dýrmæt reynsla sem ég er tilbúin að nýta mér á vettvangi Alþingis til að vinna að góðu og skilvirku heilbrigðiskerfi. Píratar á Íslandi eru ungt afl sem hefur tekið út mikinn þroska og vöxt á stuttum tíma. Þetta er afl sem er í stöðugri þróun og getur þar af leiðandi boðið upp á mikilvæga aðlögunarhæfni og lestur í nútímaþarfir samfélagsins. Píratar byggja á góðum þverskurði samfélagsins og grunnstefna þeirra stendur vörð um réttindi allra hópa.“

Þá segist Katrín eiga samleið með Pírötum. „Áhersla Pírata á að efla og vernda réttindi jaðarsettra hópa í samfélaginu höfðar sérstaklega vel til mín því ég brenn fyrir samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að sitja við sama borð. Ég trúi því að ef grunnurinn er traustur, þ.e. ef við hlúum vel að börnunum okkar og veitum þeim öryggi og fullnægjandi vaxtar- og þroskaskilyrði, andleg, félagsleg og líkamleg, þá komum við í veg fyrir ansi víðtæka þjónustuþörf í heilbrigðiskerfinu þegar fram í sækir,“ segir hún.

„Ég tel að ég sé vel til þess fallin að geta verið þessum málaflokkum góður málsvari, ég hef til þess traustan grunn, reynslu, þekkingu og þroska.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur er kominn í sóttkví – „Ekki fundið fyrir einkennum og kennir sér einskis meins“

Guðlaugur er kominn í sóttkví – „Ekki fundið fyrir einkennum og kennir sér einskis meins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Traust afkoma OR fyrstu níu mánuði ársins

Traust afkoma OR fyrstu níu mánuði ársins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur yfirgefur Miðflokkinn – Ítrekað orðið vitni að starfsháttum og framkomu sem hann sættir sig ekki við

Baldur yfirgefur Miðflokkinn – Ítrekað orðið vitni að starfsháttum og framkomu sem hann sættir sig ekki við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Polestar rafbílar loks fáanlegir hérlendis

Polestar rafbílar loks fáanlegir hérlendis