fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Hannes skrifar ógnarlangan ritdóm – Segist kunna vel við Jón Ásgeir en kvennamál og eiturtungur hafi villt honum sýn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 15:00

Hannes Hólmsteinn, Einar Kárason og Jón Ásgeir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor birtir í dag ritdóm upp á heila opnu í Morgunblaðinu um bókina Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns, en bókina skráði Einar Kárason rithöfundur. Greinin er að miklu leyti andsvör við söguskýringum Jóns Ásgeirs í bókinni. Hannes segir Jón teiknaðan upp sem píslarsvöld stjórnvalda en það sé fjarri lagi. Hannes telur Jón Ásgeir hins vegar vera afreksmann og fer fögrum orðum um það framtak þeirra fegða, Jóns Ásgeirs og Jóhannesar föður hans, að stofna lágvöruverðsverslunina Bónus, en það hafi gerst í skjóli nýrra tíma viðskiptafrelsis sem ríkisstjórnir undir stjórn Davíðs Oddssonar innleiddu:

„Ég ef­ast ekki um, að Jón Ásgeir hafi flesta þá mann­kosti til að bera, sem vin­ir hans og sam­starfs­menn vitna um. Sjálf­ur kann ég vel við hann og hef átt ánægju­leg sam­töl við hann, eins og hann minn­ist á, og er allt rétt, sem þeir Ein­ar segja um mig. Í fyrsta hluta bók­ar­inn­ar grein­ir frá því af­reki Jóns Ásgeirs og föður hans, Jó­hann­es­ar Jóns­son­ar í Bón­us, að hefja versl­un­ar­rekst­ur árið 1989 með tvær hend­ur tóm­ar, leggja áherslu á lít­inn til­kostnað og lágt vöru­verð al­menn­ingi til hags­bóta. Er sú saga hin æv­in­týra­leg­asta og besti hluti bók­ar­inn­ar. Und­ir for­ystu Davíðs Odds­son­ar var að renna upp á Íslandi ný öld, þar sem láns­fé var ekki skammtað eft­ir flokks­skír­tein­um, held­ur mati fjár­mála­stofn­ana á end­ur­greiðslu­getu lán­tak­enda (og von­um þeirra um þókn­an­ir). Jafn­framt voru fjár­magns­höft í er­lend­um viðskipt­um af­num­in. Þeir feðgar nutu út­sjón­ar­semi sinn­ar og dugnaðar og urðu brátt rík­ir á ís­lensk­an mæli­kv­arða. Ég var einn þeirra, sem dáðist að þeim. En mikið vill meira. Þegar ríkið seldi helm­ing­inn í Fjár­fest­ing­ar­banka at­vinnu­lífs­ins árið 1999, hóf Jón Ásgeir sam­starf um kaup á hon­um við hinn um­deilda fjár­mála­mann Jón Ólafs­son, sem Davíð hafði litl­ar mæt­ur á, ekki síst eft­ir að hann studdi R-list­ann fjár­hags­lega í Reykja­vík 1994 og reyndi að fá vinstri flokk­ana til að mynda stjórn und­ir for­ystu Hall­dórs Ásgríms­son­ar 1999. Davíð er eins og dýrið í söng­leikn­um franska. Það er ægi­lega grimmt: það ver sig, ef á það er ráðist.“

Hannes segir síðan að feðgarnir hafi í trausti auðæfa sinna og lánstrausts sölsað undir sig hvert fyrirtækið af öðru. Jón Ásgeir hafi hins vegar tekið illa andstöðu Davíðs Oddssonar árið 1999 við að hann keypti banka. Þá segir hann að Jón Ásgeir hafi velt upp þeim möguleika að bera fé á Davíð:

„Jón Ásgeir hafði tekið illa and­stöðu Davíðs árið 1999 við kaup þeirra Jóns Ólafs­son­ar á banka. Jón Ásgeir tók enn verr varnaðarorðum Davíðs á þingi árið 2002 um fákeppni og hringa­mynd­un. Davíð fékk síðan fregn­ir af því, að Jón Ásgeir hefði velt því fyr­ir sér, hvort ekki mætti bera fé á sig. Sjálf­ur sagði Jón Ásgeir mér í spjalli okk­ar 23. mars 2003, að mútu­málið væri mjög orðum aukið. Hann hefði setið eitt kvöldið með tveim­ur sam­starfs­mönn­um sín­um, sem hann nafn­greindi. Talið hefði borist að and­stöðu Davíðs við Baug. Þá hefði þetta verið orðað í gamni í sam­bandi við orðróm um, að Decode hefði mútað Davíð. Ég sagði Jóni Ásgeiri, að sumt ætti ekki einu sinni að nefna í gamni, og for­sæt­is­ráðherra hefði tekið þetta óst­innt upp. All­ir, sem þekktu Davíð, vissu, hversu fá­rán­legt þetta væri.“

„Það er frek­ar Ein­ar sjálf­ur, sem er sak­leys­ing­inn“

Hannes rekur síðan önnur gömul og alþekkt mál, þá helst Baugsmálið, en Jón Ásgeir var þar sakaður um fjárdrátt. Hann lætur að því liggja að Jón Ásgeir leiki sakleysingja í bókinni en standi ekki undir því:

Ég held, að Jón Ásgeir sé þrátt fyr­ir marga góða kosti ekki sá sak­leys­ingi, sem Ein­ar Kára­son vill vera láta í þess­ari bók. Það er frek­ar Ein­ar sjálf­ur, sem er sak­leys­ing­inn. Sumt í frá­sögn hans geng­ur ekki upp. Hann skrá­ir til dæm­is sam­visku­sam­lega eft­ir lög­fræðingi Jóns Ásgeirs (bls. 270), að lán Glitn­is til Baugs hafi snar­hækkað, eft­ir að Jón Ásgeir tók stjórn­ina í bank­an­um vorið 2007, af því að gengi krón­unn­ar hafi fallið, og við það hafi all­ar upp­hæðir hækkað. En hefðu lán til annarra aðila þá ekki átt að hækka að sama skapi? Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is kom ein­mitt fram, að hlut­fall lána Glitn­is til Baugs af heild­ar­út­lán­um jókst veru­lega, eft­ir að Jón Ásgeir náði yf­ir­hönd­inni í bank­an­um. Af ein­hverj­um ástæðum birti rann­sókn­ar­nefnd­in ekki neitt sam­an­b­urðarlínu­rit um þróun lána bank­anna til stærstu viðskipta­hóp­anna. Ég gerði hins veg­ar slíkt línu­rit eft­ir töl­um nefnd­ar­inn­ar, og af því sést, að sú niðurstaða henn­ar er rétt, að Jón Ásgeir var í sér­flokki um skulda­söfn­un við bank­ana. Ein­ar geng­ur eins og rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is fram hjá mik­il­vægri spurn­ingu: Hvernig í ósköp­un­um gat einn aðili safnað skuld­um upp á mörg hundruð millj­arða króna í ís­lensku bönk­un­um? Raun­ar skín í til­gang Jóns Ásgeirs með banka­kaup­um, þegar hann seg­ir um Fjár­fest­ing­ar­banka at­vinnu­lífs­ins (bls. 45): „Menn sáu að ef þessi banki lenti inni í gömlu klík­un­um yrði lítið fé að hafa til fram­kvæmda fyr­ir aðra.“

„Ég spurði Davíð um þetta“

Það þarf ekki að koma á óvart að þar sem Jón Ásgeir ber Davíð Oddson sökum hefur Hannes tilhneigingu til að taka málstað Davíðs. Hann sakar þá Jón Ásgeir og Einar jafnframt um trúnaðarbrot gagnvart heimildarmönnum sínum, því birtar séu upplýsingar út trúnaðarsamtölum:

„Sumt af því, sem þeir Jón Ásgeir og Ein­ar segja í bók­inni, virðist fela í sér trúnaðar­brot heim­ild­ar­manna þeirra. Einn þeirra er Ólaf­ur R. Gríms­son for­seti, sem kveður Davíð hafa sagt hon­um und­ir fjög­ur augu vorið 2004, að for­svars­menn Baugs ættu eft­ir að enda í fang­elsi (bls. 237). Reglu­leg­ir fund­ir þeirra Ólafs og Davíðs, for­seta og for­sæt­is­ráðherra, voru bundn­ir ströng­um trúnaði, og hef­ur Davíð aldrei sagt mér neitt um það, sem þeim fór í milli. Mér datt þess vegna ekki í hug að leita til hans um þetta. Ann­ar heim­ild­armaður þeirra Ein­ars er Jó­hann R. Bene­dikts­son, sem var um skeið sýslumaður á Kefla­vík­ur­flug­velli. Hann seg­ir Har­ald Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóra hafa til­kynnt Davíð að sér viðstödd­um í for­sæt­is­ráðherra­bú­staðnum á Þing­völl­um snemma sum­ars 2002, að nú ætti að láta til skar­ar skríða gegn Baugi (bls. 173). Davíð hafi fyrst við og „sussað“ á Har­ald. Ég spurði Davíð um þetta, og tók hann því víðs fjarri. Þetta væri full­kom­inn upp­spuni. Hófið á Þing­völl­um var haldið til að þakka lög­regl­unni fyr­ir henn­ar þátt í að vernda for­seta Kína, sem kom við nokk­urt and­óf í op­in­bera heim­sókn til Íslands í júní 2002. Var sam­kvæmið fjör­ugt og fjöl­mennt og hefði lítt hentað til laun­mála.“

Segir Gunnar Smára vera eiturtungu

Hannes segist ekki efast um að Jón Ásgeir hafi talið sig ofsóttan af Davíð Oddssyni. En Jón Ásgeir neiti að horfast í augu við að kvennamál hans og föður hans hafi komið þeim í vandræði auk þess sem eiturtungur úr fjölmiðlaheiminum hafi villt honum sýn, hafi Gunnar Smári farið þar fremstur í flokki. Óhætt er að segja að Hannes fer ekki fögrum orðum um Gunnar Smára:

„Menn skynja heim­inn á ólíka vegu. Ég ef­ast ekki um, að Jón Ásgeir hafi talið sig of­sótt­an. Sann­fær­ing hans um sök Davíðs í því efni virðist vera eins bjarg­föst og Jóns þuml­ungs forðum um galdra þeirra Jóns Jóns­son­ar og tveggja barna hans. Það er eins og Jón Ásgeir geti ekki horfst í augu við þá staðreynd, að kvenna­mál þeirra feðga höfðu aflað þeim skæðra and­stæðinga, sem lögðu nótt við dag í bar­átt­unni við þá og töldu sig hafa engu að tapa. Eft­ir hús­leit­ina í Baugi þyrpt­ust að Jóni Ásgeiri eit­urtung­ur, sem eygðu fjár­von með því að hvísla óhróðri í eyru hans, en æpa upp­spuna eft­ir pönt­un út í bæ. Þar var fyr­ir­ferðarmest­ur Gunn­ar Smári Eg­ils­son blaðamaður, sem átti að baki langa þrota­sögu. Gerðist hann eins kon­ar áróðurs­stjóri Jóns Ásgeirs, sem keypti upp nær alla ís­lensku einkamiðlana, sjón­varps­stöð, dag­blöð og tíma­rit. Brátt varð Ísland of lítið líka fyr­ir Gunn­ar Smára, og vorið 2006 hófu þeir Jón Ásgeir út­gáfu dansks aug­lýs­inga­blaðs, Nyhedsa­visen. Ég hef orðið þess áþreif­an­lega var, að það fyr­ir­tæki hleypti illu blóði í ráðamenn í dönsku viðskipta­lífi og jók tor­tryggni í garð ís­lensku bank­anna, enda gaf Danske Bank út skýrslu skömmu seinna um, að þeir væru senni­lega ekki sjálf­bær­ir. Sleit bank­inn öll­um viðskipta­tengsl­um við ís­lensku bank­ana og tók stöður gegn þeim á alþjóðleg­um mörkuðum. Ein­ar hefði haft gott af því að lesa bók eft­ir tvo danska blaðamenn um þetta æv­in­týri, sem Jón Ásgeir tapaði að minnsta kosti sjö millj­örðum króna á, Alt går ef­ter plan­en. Sýndi Jón Ásgeir þar ótrú­legt dómgreind­ar­leysi. Menn, sem af­henda Gunn­ari Smára ávís­ana­hefti, eiga skilið að tapa fé.“

Hannes fer um víðan völl í greininni og rekur mörg mál sem tengjast Jóni Ásgeiri og hafa verið í fjölmiðlum árum saman. Í lok greinarinnar segir hann Jón Ásgeir hafa blindast af velgengni sinni, hann hafi gerst sekur um hroka en sé enginn píslarvottur. Einar Kárason skili hins vegar góðu verki við ritun bókarinnar:

„Jón Ásgeir viður­kenn­ir í bók­inni, að hann og aðrir út­rás­ar­vík­ing­ar hafi farið of geyst. Mér finnst saga hans ekki vera píslar­saga og því síður helgi­saga, held­ur um of­metnað, sem Grikk­ir kölluðu hybris. Þessi geðslegi og prúði maður kunni ekki að setja sér mörk. Hann fór fram úr sjálf­um sér. Hann blindaðist af vel­gengni sinni. Þegar hann kvart­ar und­an of­sókn­um gegn sér, er rétt að hafa í huga, að hann var um skeið einn auðug­asti maður Íslands. Fórn­ar­lömb þeysa venju­lega ekki um í einkaþotum og lyst­isnekkj­um. Og Jón Ásgeir hef­ur haft efni á að ráða sér bestu lög­fræðinga og skrá­setjara, sem völ er á. Ein­ar leys­ir verk­efni sitt af prýði, þótt hann vinni það sér til hægðar­auka að taka alloft upp beina kafla úr rit­um annarra. Hann leyn­ir því ekki held­ur, að þetta er ræða verj­anda (eða eft­ir at­vik­um ákær­anda) og ekki ígrundaður dóm­ur, þar sem reynt er að kom­ast að rök­studdri niður­stöðu með því að skoða öll máls­gögn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun