fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Vilja að ríkið skoði hvort póstþjónusta verði boðin út

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. desember 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfshópur á vegum samgönguráðuneytisins leggur til að skoðað verði hvort ríkið bjóði póstþjónustu út. Segir hópurinn að það geti ekki verið í anda frjálsrar samkeppni að fyrirtæki sem fái greiðslur úr ríkissjóði sé á samkeppnismarkaði með einkafyrirtækjum sem fá ekkert frá hinu opinbera.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að meðal verkefna starfshópsins hafi verið að greina tækifæri til að lækka kostnað ríkisins af póstþjónustu, alþjónustukostnaði, og tryggja samkeppni á svæðum þar sem ekki er markaðsbrestur.

Einkafyrirtæki í póstþjónustu hafa kvartað undan skilgreiningu Póst og fjarskiptastofnunar á markaðssvæðum. Skilgreiningin hygli Íslandspósti á kostnað einkafyrirtækjanna.

Í síðasta mánuði sendi samgönguráðuneytið áfangaskýrslu starfshópsins í trúnaði til Byggðastofnunar og fól henni að gera tillögu að breytingum á skilgreiningu á virkum og óvirkum markaðssvæðum.

Starfshópurinn mat möguleika á því að bjóða póstþjónustu út og möguleika á flutningsjöfnunarkerfi til að auka samkeppni í póstdreifingu á þeim svæðum þar sem hún er kostnaðarsöm. „Eftir að hafa gróf lega skoðað bæði flutningsjöfnun og útboð er mælt með því að kanna útboðsmöguleikann nánar,“ segir starfshópurinn sem telur flutningsjöfnunarkerfið ekki eins gott en því fylgi þó einhver ávinningur. „Hvort það yki skilvirkni og drægi út þjóðhagslegum kostnaði og/eða alþjónustukostnaði ríkissjóðs er þó öllu óljósara.“

Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, var formaður starfshópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“