fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Sigríður leiðir snjallvæðingu og stafræna þróun hjá Veitum

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 15:30

Sigríður Sigurðardóttir Mynd/Einar Örn Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem leiðtogi Snjallvæðingar og stafrænnar þróunar hjá Veitum. Hún hefur starfað hjá Veitum síðastliðin þrjú ár við þróun og innleiðingu hermilíkana og stafrænna tvíbura af dreifikerfum Veitna.

Sigríður hlaut doktorsgráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Doktorsverkefnið, sem var unnið í samstarfi við Matís, fjallaði um greiningu fiskveiðistjórnunar með líkönum og hermun. Hluti rannsóknarinnar var unninn við Berkeley háskóla í Kaliforníu sem og Chalmers tækniháskólann í Gautaborg. Að auki er Sigríður með meistara- og bakkalárgráðu í iðnaðarverkfræði frá HÍ.

Áður en hún gekk til liðs við Veitur starfaði hún við áhættustýringu hjá Arion banka en lengst af starfaði hún hjá Matís, einkum við ýmis rannsóknarverkefni í sjávarútvegi.

Verkefni Snjallvæðingar og stafrænnar þróunar næstu misserin snúa einkum að gagnagreiningum, frekari þróun hermi- og spálíkana þar sem bæði er beitt hefðbundnum aðferðum við líkanagerð sem og gervigreindaraðferðum. Þá eru stafrænir tvíburar í þróun og munu líta dagsins ljós á komandi ári en þeir bjóða upp á rauntímasýn á veitukerfin. Markmiðið með öllu þessu er að styðja við fjárfestingar, auka rekstraröryggi og veita viðskiptavinum Veitna betri þjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar