fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ráðning Brynjars vekur furðu og úlfúð – „Ég titra af reiði“- „Beinlínis andfemínískt“

Eyjan
Fimmtudaginn 2. desember 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag var tilkynnt að fyrrum þingmaðurinn Brynjar Níelsson hafi verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra, en áður hafði fyrrverandi aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í dómsmálaráðuneytinu, Hreinn Loftsson, einnig verið fenginn til að stoða Jón. Bæði Hreinn og Brynjar eru löglærðir en það er Jón ekki og því líklegt að þeir geti veitt mikilvæga leiðsögn hvað varðar lagaleg mál.

Hins vegar eru ekki allir sáttir með þessa ráðningu. Femínistar á Twitter hafa brugðist hart við, sem og meðlimir í stjórnarandstöðunni en þau benda á að þeir Jón og Brynjar séu ekki réttu aðilarnir til að tækla stóra málið í dag – kynbundið ofbeldi.

Andfemínískt

Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, segir það beinlínis andfemínískt að Jón og Brynjar verði með málaflokk kynferðisbrota í sínum höndum. „Önnur eins vanvirðing við þolendur og aktívista er vandfundin.“

Titrar af reiði

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, baráttukona í samtökunum Öfgar, segir það skell að einn þeirra manna sem hafi gagnrýnt hana í kjölfar þess að hún steig fram og benti á þöggunarmenningu sem ríkti innan KSÍ, sé nú kominn í dómsmálin. „Ég titra af reiði“ í öðru tísti spyr hún hreinlega: „Hvaða fokking rugl er þetta?!?!?!?“

Samfélagslegar áherslur

Kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Jónsson veltir því fyrir sér hvort að þetta sé í framsækin skipun og í takt við áherslur samfélagsins. Fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Kristín Soffía Jónsdóttir, skrifar í athugasemd: „Gott máltæki er: „Það vandamál sem einn miðaldra karl getur ekki leyst leysa tveir með bravúr.“

Þetta er teymið

Þingmaður Pírata Andrés Ingi Jónsson, telur þessa skipan fara illa saman við það sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær um að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi verði í forgangi hjá ríkisstjórninni. „Þetta er teymið sem á að stýra baráttunni.“

Datt engum í hug?

Þingmaður Samfylkingarinnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, er á sama máli og Andrés og veltir fyrir sér hvort ekki hefði verið betra að fá inn aðstoðarmann með sérþekkingu á kynbundnu ofbeldi.

Lengi getur vont versnað

Leyna Rún Taha Karim, Pírati og varaþingmaður, segir að lengi geti vont versnað og kveðst efast um að það verði byltingarkenndar breytingar á kjörtímabilinu.

Nú verður góða fólkið brjálað

Eins og sjá má á viðbrögðunum hér að ofan og svo til viðbótar þeirra sem talinn verða upp hér að neðan eru ekki allir sáttir með nýju vinnu Brynjars og telja það ótækt að nú þegar umræðan um stöðu kynbundins ofbeldis og kynferðisbrota í samfélaginu hefur sjaldan verið jafn hávær séu það menn á borð við Jón Gunnarsson og Brynjar Níelsson sem sé fengið að fást við stöðuna. Sérstaklega virðist staðan leggjast þungt á þá sem skilgreina sig sem femínista eða sem sérstaka stuðningsaðila við femínískar hugmyndir.

Telja sumir það ljóst að þeir Jón og Brynjar muni ekki beita sér með þeim hætti sem þarf til að ráða bóta á stöðunni í málaflokknum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki