fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“

Eyjan
Fimmtudaginn 2. desember 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, fer yfir erfitt samstarf sitt við annan fyrrverandi formann flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson heitinn.

Guðni gerir upp þessa fortíð í þættinum Mannamál á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld en Fréttablaðið greinir frá þessu.

Halldór Ásgrímsson leiddi Framsóknarflokkinn á árunum 1996 til 2006. Þann tíma var samstarfið milli hans og Guðna mjög erfitt, að sögn Guðna. Þeir áttu ekki skap saman og Halldór vildi ekki að Guðni yrði ráðherra í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Segir Guðni að Halldór hafi einnig unnið gegn því að Guðni tæki að sér formennsku í flokknum sem hann þó gerði. Segir Guðni að hann og Halldór hafi oft ekki talað saman í langan tíma þó að þeir hafi unnið við sama ríkisstjórnarborðið.

Þá segir ennfremur í frétt Fréttablaðsins:

„Í við­talinu, sem er kostu­legt að hætta sagna­mannsins Guðna er vand­lega farið yfir upp­á­komuna þegar Davíð henti fjöl­miðla­frum­varpinu í hendurnar á Hall­dóri, gáttuðum á svip, en svo er auð­vitað fjallað um æsku­ár Guðna austur á Brúna­stöðum þar sem frú Ing­veldur vann það stór­virki að ala upp 16 börn sem hún fæddi á 21 ári, á meðan ekta­maðurinn Ágúst Þor­valds­son sinnti öðru fremur þing­mennsku í Reykja­vík.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki