fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Eyjan

Titringur meðal Sjálfstæðismanna í borginni – Óvænt ákvörðun um leiðtogakjör

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. desember 2021 09:00

Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á þriðjudaginn var samþykkt með 11 atkvæðum gegn 7 tillaga um að halda leiðtogakjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí og að uppstillingarnefnd myndi raða í önnur sæti á framboðslista flokksins. Áður hafði spurst út að stjórnin hefði ákveðið að gera tillögu um að prófkjör yrði haldið í lok febrúar og að hún myndi boða til fundar í fulltrúaráðinu til að taka ákvörðun um það.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að ákvörðun um leiðtogakjör hafi ekki verið á dagskrá fundarins og hluti stjórnarmanna hafi komið af fjöllum þegar tillagan var borin upp. Fyrir fundinum lá að ákveða átti hvaða dag ætti að boða fulltrúaráðið til fundar til að staðfesta ákvörðun um prófkjör. Um einhverskonar afgreiðslufund var að ræða og því mættu ekki allir stjórnarmenn á fundinn og aðeins hluti þeirra vissi að til stóð að bera upp tillögu um aðra leið við val á lista.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur fagnað ákvörðun stjórnarinnar en Hildur Björnsdóttir, sem hefur skorað hann á hólm, hefur lýst yfir óánægju með samþykkt stjórnarinnar. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að líklega verði ákvörðunin felld af fulltrúaráðinu í janúar en það þarf aukin meirihluta þar til að staðfesta hana.

Í umfjöllun um málið bendir Morgunblaðið á að síðasta hafi nokkurrar óánægju gætt með störf uppstillingarnefndar, bæði hvað varðar val á frambjóðendum og hvernig staðið var að valinu. Einnig var efast um umboð annarra frambjóðenda en Eyþórs en hann sigraði með um 60% atkvæða í leiðtogakjörinu.

Blaðið segir að tillagan um leiðtogakjör hafi komið Jóni Karli Ólafssyni, formanni stjórnar Varðar, í opna skjöldu á fundinum á þriðjudaginn og þrátt fyrir fortölur hans og fleiri hafi tillagan verið samþykkt með 11 atkvæðum gegn 7. Margir hafa tjáð sig um ákvörðunina á samfélagsmiðlum og eru flestir andvígir leiðtogakjöri.

Morgunblaðið segir að ýmsar kenningar hafi komið fram um hvað bjó að baki þessari samþykkt stjórnarinnar og reki sumir stuðningsmenn Hildar Björnsdóttur þetta beint til Eyþórs. Þessu vísaði hann á bug og sagðist ekki græða neitt á leiðtogaprófkjöri, hann þurfi samt sem áður að berjast fyrir fyrsta sætinu, það skipti engu hvor leiðin verði farin. Þó liggur það fyrir að Eyþór hefur fagnað niðurstöðunni, en Hildur ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
Eyjan
Fyrir 1 viku

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi