fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Vigdís losaði sig við Baldur úr nefndum borgarinnar og kaus sjálfa sig í staðinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 07:59

Vigdís Hauksdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í borgarstjórn, tók í gærkvöldi sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og umhverfis- og heilbrigðisráði. Baldur Borgþórsson missti þar með sæti sitt í þessum nefndum en hann er varaborgarfulltrúi Vigdísar.

Innherji skýrir frá þessu. Fram kemur að Baldur hafi sagt sig úr Miðflokknum nýlega vegna deilna hans og Vigdísar. Hann hafði þó í hyggju að ljúka kjörtímabilinu en því lýkur í maí. En það gekk greinilega ekki eftir. Hann á nú ekki sæti í neinni nefnd á vegum borgarinnar en það hefur í för með sér að laun hans lækka.

Baldur Borgþórsson

Vigdís situr nú í ansi mörgum ráðum en fyrir var hún í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis, í fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hún er varamaður í velferðarráði og áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd, borgarráði og skipulags- og samgönguráði borgarinnar.

Kosið var um þessar breytingar á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi og þær samþykktar. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn, var kjörin varamaður Vigdísar í ráðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“