fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Eyjan

Vigdís losaði sig við Baldur úr nefndum borgarinnar og kaus sjálfa sig í staðinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 07:59

Vigdís Hauksdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í borgarstjórn, tók í gærkvöldi sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og umhverfis- og heilbrigðisráði. Baldur Borgþórsson missti þar með sæti sitt í þessum nefndum en hann er varaborgarfulltrúi Vigdísar.

Innherji skýrir frá þessu. Fram kemur að Baldur hafi sagt sig úr Miðflokknum nýlega vegna deilna hans og Vigdísar. Hann hafði þó í hyggju að ljúka kjörtímabilinu en því lýkur í maí. En það gekk greinilega ekki eftir. Hann á nú ekki sæti í neinni nefnd á vegum borgarinnar en það hefur í för með sér að laun hans lækka.

Baldur Borgþórsson

Vigdís situr nú í ansi mörgum ráðum en fyrir var hún í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis, í fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hún er varamaður í velferðarráði og áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd, borgarráði og skipulags- og samgönguráði borgarinnar.

Kosið var um þessar breytingar á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi og þær samþykktar. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn, var kjörin varamaður Vigdísar í ráðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Zoom drap Sókrates

Nína Richter skrifar: Þegar Zoom drap Sókrates
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu