fbpx
Fimmtudagur 19.maí 2022
Eyjan

Bandaríkjaþing kom í veg fyrir stöðvun alríkisstarfsemi á síðustu stundu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 06:07

Bandaríska þinghúsið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Báðar deildir Bandaríkjaþings samþykktu í gær lagafrumvarp sem tryggir að starfsemi alríkisins stöðvast ekki vegna fjárskorts en það hefði gerst á morgun ef þingið hefði ekki samþykkt frumvarpið. Með því er skuldaþak ríkisins hækkað, það er að segja það þak sem er á heildarupphæðinni sem alríkið má skulda.

Frumvarpið tryggir starfsemi alríkisins næstu 11 vikurnar. Það var samþykkt af öldungadeildinni í gærkvöldi, 69 studdu frumvarpið og 28 voru á móti. Fyrr um daginn var það samþykkt í fulltrúadeildinni þar sem 221 studdi það og 212 voru á móti, aðeins einn Repúblikani greiddi atkvæði með frumvarpinu.

Nú þarf Joe Biden, forseti, að skrifa undir frumvarpið og þá er það orðið að lögum. Talið er öruggt að hann muni skrifa undir lögin og þar með taka þau gildi.

Ef frumvarpið hefði ekki verið samþykkt hefði hluti af starfsemi alríkisins stöðvast. Það var lengi vel óljóst hvort það yrði samþykkt í öldungadeildinni því lítill hópur Repúblikana hafði hótað að greiða atkvæði gegn því ef Biden afturkallaði ekki ákvörðun sína um að skylda opinbera starfsmenn í bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Stjórnarmynstrið gengur ekki upp

Björn Jón skrifar: Stjórnarmynstrið gengur ekki upp
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur“

„Líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Framtíð menntunar

Framtíð menntunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Niðurnítt umhverfi og slysagildrur í Öldutúnsskóla – „Undra mig á því að það líðist að hafa umhverfi barna svona“

Niðurnítt umhverfi og slysagildrur í Öldutúnsskóla – „Undra mig á því að það líðist að hafa umhverfi barna svona“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Auglýsing Vinstri Grænna í Hafnarfirði vekur athygli – „Setjum X við D“

Auglýsing Vinstri Grænna í Hafnarfirði vekur athygli – „Setjum X við D“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stóra undirskriftamálinu vísað til héraðssaksóknara – „Þetta er bara orð á móti orði“

Stóra undirskriftamálinu vísað til héraðssaksóknara – „Þetta er bara orð á móti orði“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Steinar gáttaður eftir samtal við þingmann – „Það er eins og þeir haldi að almenningur sem fylgist með sé sauðheimskur“ 

Jón Steinar gáttaður eftir samtal við þingmann – „Það er eins og þeir haldi að almenningur sem fylgist með sé sauðheimskur“