fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Eyjan

Bandaríkjaþing kom í veg fyrir stöðvun alríkisstarfsemi á síðustu stundu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 06:07

Bandaríska þinghúsið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Báðar deildir Bandaríkjaþings samþykktu í gær lagafrumvarp sem tryggir að starfsemi alríkisins stöðvast ekki vegna fjárskorts en það hefði gerst á morgun ef þingið hefði ekki samþykkt frumvarpið. Með því er skuldaþak ríkisins hækkað, það er að segja það þak sem er á heildarupphæðinni sem alríkið má skulda.

Frumvarpið tryggir starfsemi alríkisins næstu 11 vikurnar. Það var samþykkt af öldungadeildinni í gærkvöldi, 69 studdu frumvarpið og 28 voru á móti. Fyrr um daginn var það samþykkt í fulltrúadeildinni þar sem 221 studdi það og 212 voru á móti, aðeins einn Repúblikani greiddi atkvæði með frumvarpinu.

Nú þarf Joe Biden, forseti, að skrifa undir frumvarpið og þá er það orðið að lögum. Talið er öruggt að hann muni skrifa undir lögin og þar með taka þau gildi.

Ef frumvarpið hefði ekki verið samþykkt hefði hluti af starfsemi alríkisins stöðvast. Það var lengi vel óljóst hvort það yrði samþykkt í öldungadeildinni því lítill hópur Repúblikana hafði hótað að greiða atkvæði gegn því ef Biden afturkallaði ekki ákvörðun sína um að skylda opinbera starfsmenn í bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Samfylking, Framsókn og Píratar sagðir þreifa fyrir sér um meirihlutamyndun í Reykjavík

Samfylking, Framsókn og Píratar sagðir þreifa fyrir sér um meirihlutamyndun í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 5 dögum

VG ætlar ekki í samstarf með fráfarandi meirihluta í borginni

VG ætlar ekki í samstarf með fráfarandi meirihluta í borginni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því“

„Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nefnir fimm ástæður til að reikna með því að Sjálfstæðisflokkur fái meira fylgi á morgun en í könnunum

Nefnir fimm ástæður til að reikna með því að Sjálfstæðisflokkur fái meira fylgi á morgun en í könnunum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum
Framtíð menntunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún segir Sjálfstæðisflokkinn nauðsynlegt afl í íslenskri pólitík – Berst gegn þrúgandi pólitískum rétttrúnaði

Kolbrún segir Sjálfstæðisflokkinn nauðsynlegt afl í íslenskri pólitík – Berst gegn þrúgandi pólitískum rétttrúnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orrustan um Reykjavíkurflugvöll er hafin

Orrustan um Reykjavíkurflugvöll er hafin