fbpx
Fimmtudagur 19.maí 2022
Eyjan

Golfsambandið semur við Klappir um sjálfbærnimælikvarða

Eyjan
Miðvikudaginn 1. desember 2021 16:30

Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ og Anton Birkir Sigfússon, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar Klappa, handsala samninginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Golfsamband Íslands hefur samið við Klappir um að halda utan um sjálfbærnimælikvarða fyrir golfklúbba sambandsins. Samningurinn er liður í innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hjá Golfsambandinu.

Öllum Golfklúbbum sambandsins býðst að taka þátt íverkefninu og mynda þannig grunn að sjálfbærniskýrslugjöf Golfhreyfingarinnar. Markmiðið með tilraunaverkefninu er að þróa viðeigandi mælikvarða fyrir golfklúbbana sem ýta síðan undir enn faglegra og mælanlegra starf af þeirra hálfu og flýta fyrir innleiðingu heimsmarkmiðanna á landsvísu. Starfsmenn sem koma að verkefninu munu fá viðeigandi þjálfun til þess að vinna verkefnið og mælikvarðar eru ákveðnir í samráði við golfklúbbana. Ellefu klúbbar hafa þegar óskað eftir þátttöku í verkefninu. Klúbbarnir sem um ræðir eru:

Golfklúbbur Akureyrar

Golfklúbbur Borgarness

Golfklúbbur Brautarholts

Golfklúbburinn Keilir

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

Golfklúbbur Mosfellsbæjar

Golfklúbbur Ness

Golfklúbburinn Oddur

Golfklúbbur Selfoss

Golfklúbbur Suðurnesja

Golfklúbburinn Vestarr

Golfklúbburinn Vík

Sjálfbærniverðlaun Golfsambandsins afhent í fyrsta sinn

Heimurinn stendur frammi fyrir umfangsmiklum áskorunum fyrir efnahag, samfélag og umhverfi. Áætlunin um heimsmarkmiðin til 2030 er djörf og krefjandi en um leið full af tækifærum. Golfsambandið vill með þessu taka virkan þátt í því að auka jákvæð áhrif sín á samfélagið og minnka umhverfislegt fótspor sitt.

Sjálfbærniverðlaun Golfsambands Íslands voru afhent í fyrsta sinn á síðasta golfþingi. Golfklúbburinn Keilir úr Hafnarfirði fékk þessa viðurkenningu en hann hefur verið einn af þeim golfklúbbum sem hefur verið leiðandi á sviði sjálfbærni undanfarna áratugi innan golfhreyfingarinnar. Klúbburinn hefur t.a.m. ávallt sett í forgang og sýnt fram á að sjálfbærni- og umhverfissjónarmið eru í hávegum höfð í innkaupum og allri starfsemi félagsins.

„Golfhreyfingin með sína 23 þúsund iðkendur á öllum aldri og um allt land getur haft svo margvísleg jákvæð samfélagsleg áhrif. Við leggjum áherslu á að auka fræðslu og vitund golfklúbba og félagsmanna um mikilvægi lýðheilsu- og umhverfismála. Það er einnig mikilvægt að sveitarfélög og ríki þekki jákvæð áhrif golfiðkunar á forvarnir, heilsueflingu, hreyfingu og geðrækt. Við viljum vera til fyrirmyndar á mörgum sviðum. Heimsmarkmiðin ná utan um alla þessa þætti og faglegar mælingar eru lykilatriði í innleiðingunni og kynningunni á því sem við höfum fram að færa,“ segir Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands.

Stjórnendur golfklúbba fá betri yfirsýn

„Með öflugu verkfæri og betri mælingum fá stjórnendur golfklúbba betri yfirsýn á þáttum sem skipta sífellt meira máli. Það er margt gríðarlega vel unnið og því viljum við ekki síður ná utan um það en jafnframt að bæta við áherslum sem verður sífellt sterkari krafa um. Það er að við höfum meira en bara fjárhagslegar upplýsingar fram að færa,“ segir Brynjar Eldon framkvæmdastjóri Golfsambandsins.

„Það er mikið ánægjuefni fyrir Klappir að fá GSÍ inn í ört stækkandi hóp viðskiptavina. Við vinnum að því að leiða saman ólíka aðila í gegnum stafrænt vistkerfi Klappa og aðstoða þá í sinni vegferð í átt að sjálfbærni. Við leggjum mikla áherslu á samvinnu á grundvelli heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna nr 17 (samvinna um markmiðin) en með þéttri samvinnu allra þá náum við mun meiri árangri í vegferð okkar að sjálfbæru samfélagi. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að taka á öllum  þáttum sjálfbærni, á sviði umhverfis, efnahags og samfélags og hvetja til fræðslu fyrir ungu kynslóðina,“ segir Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa grænna lausna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Stjórnarmynstrið gengur ekki upp

Björn Jón skrifar: Stjórnarmynstrið gengur ekki upp
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur“

„Líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Framtíð menntunar

Framtíð menntunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Niðurnítt umhverfi og slysagildrur í Öldutúnsskóla – „Undra mig á því að það líðist að hafa umhverfi barna svona“

Niðurnítt umhverfi og slysagildrur í Öldutúnsskóla – „Undra mig á því að það líðist að hafa umhverfi barna svona“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Auglýsing Vinstri Grænna í Hafnarfirði vekur athygli – „Setjum X við D“

Auglýsing Vinstri Grænna í Hafnarfirði vekur athygli – „Setjum X við D“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stóra undirskriftamálinu vísað til héraðssaksóknara – „Þetta er bara orð á móti orði“

Stóra undirskriftamálinu vísað til héraðssaksóknara – „Þetta er bara orð á móti orði“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Steinar gáttaður eftir samtal við þingmann – „Það er eins og þeir haldi að almenningur sem fylgist með sé sauðheimskur“ 

Jón Steinar gáttaður eftir samtal við þingmann – „Það er eins og þeir haldi að almenningur sem fylgist með sé sauðheimskur“