fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 14:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það ótrúlegt að Tómas Guðbjartsson, læknir og náttúruverndarsinni, séu á móti því að Ísland nýti sér tækifæri til að framleiða græna orku, græn orka sé stærsta framlag þjóðarinnar til umhverfismála. Eins bendir hann Tómasi á að stóriðjan á Íslandi skili upp undir 6000 fjölskyldum, með afleiddum störfum, lífsviðurværi. 

Þetta kemur fram í svari Vilhjálms til Tómasar sem birtist hjá Vísi.

Sjá einnig: Lækna-Tómas stórhneykslaður – „Eru menn búnir að gleyma hótunum Rio Tinto í Straumsvík?“

Eigum að vera stolt af álinu

Tómas skrifaði í gær grein þar sem hann furðaði sig á því að Vinstri Grænir hafi látið frá sér umhverfis- og loftslagsmál og samþykkt að sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson taki við málaflokkunum. Taldi Tómas ljóst að Guðlaugur myndi beita sér fyrir aukinni framleiðslu á grænni orku með tilheyrandi aukningu á umsvifum stóriðjunnar hér á landi.

Vilhjálmur furðar sig á því að umhverfissinnar séu á móti grænni orku. Sem dæmi nefnir Vilhjálmur að ál framleitt hér á landi sé með því hreinasta í heimi og framleitt með grænni orku fremur en með kolum sem mun umhverfisvænna. Ál sé það að auki umhverfisvænn málmur þar sem endurvinnsluhlutfall þess sé hátt.

„Já, okkar stærsta framlag til umhverfismála er að nota hér á landi græna vistvæna orku til að framleiða ál og við eigum að vera stolt af því.“

Hjartað í heilu byggðarlögunum

Orkufyrirtækin séu svo í eigu almennings og skili hagnaði sínum til þjóðarinnar. Auk þess skapi stóriðjan mörg störf hér á landi og eigi heilu byggðarlögin allt sitt undir slíkri starfsemi.

„Ég held á skrifum Tómasar megi enn og aftur skynja mikla andúð í garð stóriðjunnar sem skilar upp undir 6000 þúsund fjölskyldum með afleiddum störfum lífsviðurværi.

Ekki bara þessi mikilvægu gjaldeyrisskapandi stóriðja búi til lífsviðurværi fyrir þúsundir fjölskyldna heldur er þessi starfsemi hjartað í að dæla lífsviðurværi til heilu byggðarlaganna eins og okkur Vestlendinga sem og Austfirðinga.“

Nei, fjandakornið

Hjartað í efnahagslífi þjóðarinnar séu gjaldeyrisskapandi greinar á borð við ferðaþjónustuna, sjávarútveginn og orkusækinn iðnað. En þær greinar skapi milli 70 og 80 prósent gjaldeyristekna Íslands.

„Tómas sagði í fyrra að álverið í Straumsvík væri dauðvona og það væru góðar fréttir fyrir íslenska náttúru. Væri það góðar fréttir fyrir loftslagsvandamál heimsins að álverið í Straumsvík myndi loka og framleiðsla myndi færast til landa sem nota kol sem mega tífalt meira? Nei fjandakornið. Myndi það hjálpa Landsspítalanum að 35 milljarðar myndu hverfa úr íslensku hagkerfi, upphæð sem er eins og ein loðnuvertíð? Væru það góðar fréttir hundruð fjölskyldna sem myndu missa lífsviðurværi sitt ef álverinu væri lokið, nei fjandakornið.“

Öll störf eiga skilið virðingu

Vilhjálmur telur að stór hluti þjóðarinnar beri ómælda virðingu fyrir heilbrigðisstarfsfólki landsins en til að standa undir heilbrigðiskerfinu þurfi peninga.

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að stór hluti íslensku þjóðarinnar ber ómælda virðingu fyrir íslensku heilbrigðisfólki og mönnum eins og lækna Tómasi sem hefur oft á tíðum unnið nánast kraftaverk við að bjarga mannslífum eins og fjölmargar fréttir staðfesta. En til að styðja við það góða og mikilvæga starf sem heilbrigðisfólk sinnir daglega þarf öflug gjaldeyrisskapandi fyrirtæki og við þurfum að sýna öllum störfum virðingu!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk