fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins í stjórn Þjóðarsjóðs Ómanríkis – „Mér er ekki alveg ljóst hvers vegna leitað er til mín“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 13:45

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, og Al Zawawi moskan í Óman. Samsett mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, situr í stjórn Þjóðarsjóðs Ómanríkis. Hann tók þar sæti í desember á síðasta ári. Viðskiptavefurinn Innherji greinir frá þessu en upplýsingarnar má finna í hagsmunaskráningu Guðmundar á vef stjórnarráðsins.

Guðmundur segir í samtali við Innherja að hann hafi verið beðinn um að gefa kost á sér sem óháður stjórnarmaður.

Þetta kemur fram í hagsmunaskráningu Guðmundar á vef Stjórnarráðsins. „Mér er ekki alveg ljóst hvers vegna leitað er til mín en ég hélt erindi í Óman í árslok 2018 um breytingar í opinberum fjármálum á Íslandi á árunum eftir fjármálahrunið,“ segir hann.

Aðspurður segist Guðmundur í samtali við Innherja hafa leitað eftir óformlegum sjónarmiðum frá Ríkisendurskoðun, Fjármálaeftirlitinu og Utanríkisráðuneytinu áður en hann þæði boð um setu í stjórninni og ekkert hafi komið fram sem gæti orsakað vanhæfi. Þá gerði fjármálaráðherra ekki athugasemdir við setu hans þar.

Þjóðarsjóður Ómanríkis er í 39. sæti á lista Sovereign Wealth Fund Institute yfir stærstu þjóðarsjóði heims en talið er að eignasafn sjóðsins nemi 17 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 2.200 milljarða íslenskra króna.

Þá greinir Innherji frá því að stjórnarlaunin nemi andvirði um 1,7 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“