fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Hermenn þjálfaðir af Bandaríkjunum sjá tækifæri í röðum Íslamska ríkisins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. nóvember 2021 20:00

Frá Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talibanar eiga nú í höggi við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið í Afganistan en síðarnefndu samtökunum virðist ganga vel að lokka fyrrum liðsmenn afganska hersins til liðs við sig. Þeir hafa margir hverjir hlotið þjálfun hjá bandarískum hermönnum og eru nú að leita sér að nýrri vinnu eftir að stjórnarherinn beið lægri hlut fyrir Talibönum.

Talibanar hafa ekki úr miklum fjármunum að moða og hafa ekki efni á að ráða þessa menn til starfa og því leita sumir til Íslamska ríkisins í von um vinnu og laun.

Efnahagur Afganistan er ekki burðugur og þar búa milljónir manna sem eru vanir að bera vopn til að sjá fyrir sér og sínum. Wall Street Journal skýrði nýlega frá því að Afganar, sem bandarískir hermenn þjálfuðu árum saman, séu farnir að ganga til liðs við Íslamska ríkið í landinu.

Íslamska ríkið hefur gert nokkrar árásir í landinu frá því að Talibanar tóku völdin og telja margir að átök þessar tveggja samtaka bókstafstrúarmanna og hryðjuverkamanna muni bara færast í vöxt á næstunni.

Wall Street Journal hafði eftir Mawlawi Zubair, foringja 750 manna herdeildar Talibana í Kabúl, að Talibanar standi frammi fyrir margvíslegum vandamálum.

Margir sérfræðingar telja miklar líkur á að ný borgarastyrjöld brjótist út í landinu, staðan þar sé einfaldlega svo flókin og erfið og með alla þessa landsmenn sem hafa lengi haft lifibrauð af því að standa í stríði geti eiginlega ekki farið öðruvísi en svo að borgarastyrjöld brjótist út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið